Jörð - 01.06.1948, Side 168
358
JÖRÐ
bækur lesa á máli mjúku,
mynnast ol't við hrundir tvinna,
glóðum lirannar gleðja snauða,
gestum fagna og ríða hestum.
Honum iinnst búskapurinn bera sig illa, þegar hann skrifar
vini sínum, Eiríki í Eyjarseli, eftirfarandi vísur:
Eiríkur minn, elskulegur,
— ekki er þetta gróðavegur,
því traustan klár og kýrnar tvær
felldi lítil fuglabyssa;
fjögra vetra gömul hryssa
allra þeirra fóður fær.
Það er nú tryppi, er tekur spretti.
til er ekki á vorum linetti
hennar líki, utan einn.
Það er hún Stjarna, 13 ára,
og þó þú ríðir Hlíðar-Kára,
hann verður hjá ltenni seinn.
Þar um máttu vera viss um,
að völ er ekki á betri hryssum
enda þarf ég þeirra með:
einatt lán að endurnýja
— ýmsar skuldakröfur flýja —
eða kalla inn umboðsféð.
Ég þarf líka oft að flakka
yfir að Litla- og Stóra-Bakka,
inn í Tungu og út að sjó.
Til Vopnafjarðar læt svo lappa,
losa þar urn alla tappa —
þá í fyrstu fæ ég nóg!
(Hlíðar-Kári, sem ekki hafði við Stjörnu = vindurinn.)
Það hefur verið gaman að konta að Hallfreðarstöðum meðan
Páll bjó þar bezt, því framan af voru efni nóg. meðan hann
bjó með Þórunni, fyrri konu sinni, stjórnsamri búsýslukonu.
Bærinn var reisulegur, með fimm burstum fram á hlaðið og
löng baðstofa á þak við — ég man ekki, hve mörg stafgólf.
Þar hafði húsbóndinn afþiljað eitt stafgólfið; þar gat hann