Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 24
214
JÖRÐ
Jóginn og fulltrúinn. Þrjár ritgerðir um Rússland Stalins. Á
ensku: The Yogi and the Commissar. Á dönsku: Yogien og
Kommissæren.
Rökkurbarinn. Flótti í fjórum þáttum. Á ensku: The Twilight
Bar. An Escapade in Four Acts.
Þá hefur fyrir nokkru komið út eftir Koestler skáldsaga, sem
fjallar um Gyðingavandamálin. Loks má geta þess, að þá er
franska lögreglan gerði húsrannsókn hjá Koestler 1940, hafði
hún á brott með sér fullgert handrit, frásögn hans um ferðir
sínar í Mið-Asíu — og um flugferð í Graf Zeppelin norður að
lieimskautsbaug. Einnig tók lögreglan þá með sér safn af grein-
um, sem hann hafði skrifað í blöð og tímarit. Honum hefur
hvorki tekizt að hafa upp á handritinu né greinasafninu.
AF BÓKUM Koestlers hef ég lesið skáldsögurnar Myrkur
um miðjan dag og Koma og brottför, frásögn hans um
hrunið í Frakklandi og ritgerðirnar um Rússland. En það eru
einmitt þessar bækur, sem á árunum 1945—47 liafa vakið slíka
athygli, að Koestler er nú ef til vill frægari en nokkur annar rit-
höfundur á hans aldri.
Ég veit, að þeir eru til, sem halda, að Arthur Koestler sé ein-
ungis svo frægur og umræddur sem hann er sakir þess, hve hann
hefur reynzt skeleggur og harðvítugur andstæðingur Kommún-
ismans. í þessum hópi eru menn, sem hata hann, af því að þeirn
hefur verið sagt, að liann sé „sósíalfasisti“, þ. e. kevptur til að
bera út róg og lygar um draumalandið og,,sonskóarans“,einsog
Stalin er kallaður í gæluskyni í helgikvæðum íslenzkra Komm-
únista. í þessum hópi eru líka menn, sem eins og hinir liafa
ekki lesið stakt orð í ritum Koestlers, en hafa mætur á honum
af því; að þeir liafa heyrt eða lesið, að hann sé Kommúnistum
skæður. Þá eru og þeir menn til — og það margir, — sem halda
því fram gegn betri vitund, að bækur Koestlers séu bull og
lygi — liann sé ekkert skáld og enginn snillingur — sé keyptur
til að skrifa og hafi verið frægður eingöngu vegna árásanna á
Rússland,----rnenn, sem líta svo á, að skrif hans séu stórháska-
leg, einmitt af því að þau séu mótuð af þessu öllu í senn: Hrein-
leik sannleiksleitandans, þjáningarþrunginni alvöru hugsjóna-