Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 120
Guðmundur Gíslason Hagalín:
Bókabálkur
ELDUR í KAUPINHAFN heitir 3. og síðasta bindið í
sagnaflokki þeim, sem Halldór Kiljan Laxness hefur
samið með það, sem til er um mál Jóns Hreggviðssonar á
Rein, sem uppistöðu. Þetta þrenna og þríeina skáldverk er
táknrænt, og þess vegna verður ekki frekar lagður á sannfræði
þess sagnfræðilegur mælikvarði, heldur en rétt geti talizt að
dæma málið og stílinn með strangri hliðsjón af þeirri vitneskju,
sem menn hafa um málfar alþýðu og lærðra manna á íslandi
á dögum Jóns Hreggviðssonar, Árna Arnæusar og Hins ljósa
mans. Fyrst og fremst verða lesendur að gefa gaum að innra
samræmi þessa skáldverks, heildaráhrifum þess og hnitmiðun
þeirra að því marki, sem skáldið hefur sett sér. Hins vegar
verður svo lesandinn að krefjast þess, að hann skynji það mark,
sem sannfræðilegan og sammannlegan veruleika, ef hann á
að geta kveðið upp jákvæðan dóm um gildi verksins í lieild.
Þá er fyrsta bindið, íslandsklukkati, kom tit, ritaði ég um hana
allýtarlega í víðlesið blað, og um Hið Ijósa man fór ég nokkr-
um orðum í JÖRÐ. íslandsklukkuna var í rauninni unnt að
meta sem sjálfstætt skáldrit, en Hið ljósa man ekki nema að
litlu leyti — og svo er og um síðasta bindið. Er nú æskilegt, að
einhver skrifi um sagnabálkinn allan, almenningi til glöggv-
unar á formi og efni, sjónarmiðum höfundar og því heildar
viðhorfi, sem fram kemur í þessu sérstæða og — að því er méi
hefur virzt — mörgum torræða skáldverki.
Hér birtast umsagtiir Hagalins um 27 islenzkar skdldsögur og smd-
sagnabindi, sem komið hafa lit á drutium 1945—1947, eftir 19 höfunda.
— / nœsta hefti skrifar hann vœntanlega tim kvœÖabœkur, auk þess utti
ritgexðasöfn og aðrar stœrri bœkur.