Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 65
JÖRÐ
255
Ennfremur:
„Komi einhver til mín og systkina minna til þess að tala
óvirðulega um móður okkar, ata hana sorpi og bera á hana
svívirðingar, þá önzum við ekki manninum, en rekum liann
út úr húsinu með djúpri fyrirlitningu. Leiki hann sama leik
í annarra áheyrn, manna sem ókunnir eru móður okkar, þá
verjum við málstað hennar af öllum mætti.“
Ég efast ekki um, að Halldór Kiljan Laxness liafi skrifað
þessi orð í fyllstu einlægni — og ég hygg, að skoðun hans á
þessum málurn muni enn vera sú hin sama. En þrátt fyrir þetta,
og þrátt fyiir það, þó að Halldór Kiljan Laxness hafi flestum
mönnum hatrammlegar ráðizt á Dani fyrir misgerðir þeirra
fyrr á öídum við íslendinga, þá lét hann blað danskra Komm-
únista, Land og jolk, hafa það eftir sér í fyrra, að hann gæti
vel trúað íslenzkum stjórnarvöldum til að selja Bandaríkja-
mönnum skjöl þau og handrit, sem nú eru í dönskum söfnum
og íslendingar hafi aftur og aftur óskað eftir að þeim yrðu af-
hent til eignar og varðveizlu og gera einmitt nú kröfu til að
fá. Sami maður lét norskt kommúnistablað hafa það eftir sér,
að slíkt væri veldi Bandaríkjamanna á íslandi, að íslendingur
mætti ekki fara svo til útlanda af Keflavíkurflugvelli, að sett-
ur væri ekki á vegabréf hans bandarískur stimpill. Það sjá
allir, hve háskaleg, heimskuleg og um leið lítilmannleg slík róg-
mælgi er, en þess ber að gæta, að þarna talar sami maður og
skrifaði orðin um óskeikulleika páfans í Róm — og hinn sami
°g tók að sér að verja vináttusáttmála Hitlers og Stalins 1939
°g árás Rússa á Pólverja, maðurinn, sem sagði, að hinar 15
milljónir Pólverja hefðu „árekstralítið og án verulegi'a blóðs-
úthellinga hoppað inn í Ráðstjórnarkerfið.“ En það er þess
Vert, að um það sé getið, að maðurinn, sem lét í ljós í Dan-
uiörku á því herrans ári 1947, að ef til vill mundum við selja
l'inn dýrmætasta arf okkar, handrit íslenzkra snilldarrita og
söguleg heimildarskjöl, ef Danir afhentu okkur þau, hann var
°g er í stjórn Rithöfundafélags íslands. . . .
Áður hef ég í þessari grein minnzt á för eins af hinum komm-
unistísku rithöfundum, Sigurðar Róbertssonar, til Túgóslafíu
~~ torina, sem farin var til að hjálpa Júgóslöfum við endur-