Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 109
JORÐ
299
hærra hér en í nálægum löndum, að íramleiðsla þeirra hlýtur
þessvegna að verða miklu dýrari en samskonar vara erlendis
frá. En þetta er ekki iðnaðarmönnum að kenna, og ber því
ekki að saka þá um það. Við getum flutt inn smér, ost, mjólk,
két, fisk o. s. frv., frá útlöndum fyrir miklu lægra verð, en
þessar vörur kosta hér. Með öðrurn orðum: allar framleiðslu-
vörur okkar til lands og sjávar eru þeim mun dýrari hér en
annarsstaðar, sem verðlag hér er hærra og framleiðsluskilyrði
verri, og þá jafnt hjá iðnaðarstéttinni sem öðrum stéttum. Og
þó dettur engum í hug að halda því fram í fullri alvöru, að
við eigum að leggja niður landbúnað og sjávarútveg, og flytja
það, sem við þurfum af framleiðslu þessai'a atvinnuvega inn
frá öðrum löndum. En bversvegna þá fremur þær iðnaðar-
vörur, sem við getum framleitt hér fyrir hlutfallslega sam-
bærilegt verð? Það er í þessu, sem ósanngirnin liggur. Vöru-
gæði íslenzkra iðju- og iðnaðarmanna eru yfirleitt fullkomlega
sambærileg við hina erlendu vöru. Það finnast góðar og léleg-
ar vörur bæði hér og þar. Skip og bátar, sem hér eru smíðuð,
hafa yfirleitt reynst betur en þau, sem inn eru flutt af sömu
stærð og gerð. \;ið eigum ágæta húsgagnasmiði, sem bæði eru
vandvirkir og smekklegir. Þó eru flutt inn húsgögn fyrir marg-
ar milljónir króna á ári, sum árin upp í tug milljóna, sem
hefur reynst ósamstætt úrgangsskran, stundum ormétið og ó-
nýtt, og selt fyrir sama verð og hm innenda fi'amleiðsla.
Iðnaðarmenn hafa ekki hlutfallslega liærra kaup en aðrar
stéttir þjóðfélagsins. Vinnuafköst þeirra eru ekki lélegri en
annarra stétta. Þær iðnaðargreinar, sem vinna í ákvæðisvinnu,
afkasta miklu. Hinir afkasta hliðstætt við verkamenn, sjó-
menn, skrifstofumenn, embættismenn o. s. frv. Hversvegna þá
að leggjast á iðnaðarmennina eina? Það tel ég ósanngirni. Ég
viðurkenni, að vinnusiðferðið er lélegt og að það þarf að bæta,
en ég held því hiklaust fram, að það sé ekki verra hjá iðnaðar-
mönnum en öðrum stéttum, og að það sé ekki iðnaðarmönn-
nnr að kenna, heldur ofþennslu atvinnunnar og setuliðunum,
°g þessvegna beri ekki að saka iðnaðarmenn um þetta umfram
aðra.
Það eru til svartir sauðir í hverjum hóp. Það eru til menn