Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 88
278
JÖRÐ
stóð, enda leyfðu mestu andstæðingar hennar, í Tsjúngking-
stjórninni, sér aldrei slíkar getsakir. í raun og veru var fram-
koma Rússa við Kínverja í stríðinu þannig, að varla verður á
betra kosið.
Kína var, eins og bandamenn þess, alveg óviðbúið uppgjöf
Japana. Aðferð stjórnarinnar hafði alltaf verið sú, að „skipta
á landi og tíma“, og þess vegna voru herir hennar lengst vestur
í landi, þegar vopnahléð varð, og hefðu alls ekki getað komizt
nógu fljótt á mikilsverðar herstöðvar urn norður- og austur-
hluta landsins, ef bandaríska flughersins hefði ekki notið við.
Herstöðvar Kommúnista voru hinsvegar um allt, hvar sem
Japanar gáfust upp. Sú hætta vofði yfir Miðstjórninni, að
þegar hermenn hennar kæmu á vettvang, væru Kommúnistar,
með japönsk vopn og sambönd við Rússa í Mandsjúríu, búnir
að leggja undir sig allt Norður-Kína. Með aðstoð bandaríska
flughersins tókst henni þó að ná á sitt vald ölluin helztu stöðv-
um þar og í Yangtse-dalnum, slysalítið. í Mandsjúríu var erfið-
ara um vik. Rússar höfðu flutt her sinn þaðan á brott í maí
1946, og var það ekki vonum seinna, eftir atvikum. En enda
þótt miðstjórnin hefði beðið brottflutnings Rússa með mik-
illi óþolinmæði, var her þeirra samt ekki til taks að taka við
landinu um leið og hinir fóru — að nokkru leyti vegna þess,
að Kommúnistar höfðu járnbrautirnar á valdi sínu, og að
nokkru þess vegna, að Rússar meinuðu þeim aðgang að Mand-
sjúríu-höfninni Dairen (þrátt fyrir samninga sína við Kín-
verja í ágúst 1945). Afleiðingin varð sú, að Kommúnistar tóku
þar allar helztu herstöðvar um leið og Rússar yfirgáfu þær.
Og það hefur verið sagt, að Rússar hafi látið þá fá vopn þau,
er þeir tóku af Japönum. Kommúnistar halda því hinsvegar
fram, að þau japönsku vopnj er þeir eiga, hafi þeir tekið á
afskekktum stöðum, langt frá járnbrautum, og hafi Rússar
aldrei borið neina ábyrgð á þeirn.
Nokkru seinna l'lutti bandaríski flugherinn töluverðan her-
afla stjórnarinnar til Mandsjúríu, og eftir allharða bardaga
tókst honum að ná á sitt vald járnbrautunum og helztu borg-
unum í suðurhluta landsins. Mestur hluti Norður-Mandsjúríu