Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 153
JÖRÐ
343
það!) Samnefnari slíkra atriða er óvild hans til „jesústrúar-
innar“.
SKAL þá snúið sér að því að sýna lauslega snertipunkta
„hins heiðna dóms“ H. K. L. og hins kristna dóms
Nýja Testamentisins. Tökum fyrst „boðorðin“, sem talin
voru snemma í grein þessari, en sleppum þó að svo stöddu því
fyrsta. „2. boðorðið" var: Þú skalt ekki trúa á mun góðs og ills.
Svona setningar eru auðvitað túlkunaratriði og hlýtur afstaðan
til þeirra að fara eftir túlkuninni. Það er lögmál, sem liggur
til grundvallar allri guðfræði o. s. frv. En lítum nú, með tilliti
til þessa ,,boðorðs“, að skýringum Páls postula á vissurn atriðum
í fagnaðarerindi Jesú. í I. Korinþubréfinu 6. kapítula segir
hann: „Allt er mér leyfilegt, en ekki er allt gagnlegt. Allt er
mér leylilegt, en ég má ekki láta neitt ná valdi yfir mér“. Ber-
um nú þetta saman við unnnæli „organistans", sem áður voru
tilfærð. (Sbr. raunar engu síður hina stórkostlegu þróun á
„siðgæði“-hugmyndum, sem Biblían í lieild ber vott um.) — í
Rómverjabréfinu 14. kapitula 14. versi segir Páll: „Ég veit
það og er þess fullviss, af því að ég lifi í samfélagi við Drottin
Jesú, að ekkert er vanheilagt í sjálfu sér — nema þá þeim, sem
heldur eitthvað vanheilagt: honum er það vanheilagt.” Allur
14. kapítulinn gengur útá að sýna framá sannleiksgildi þess,
sem „organistinn" setur fram í ummælum, sem áðan voru til-
færð, uni .mismunandi gildi eða jafnvel andstæð gildi ,,sömu“
afstöðu — eftir kringumstæðunum. Á þeirri röksemdaleiðslu
byggir Páll svo hina yfirtaksstórmannlega framsettu kröfu sína
í sama kapítula um frelsi einstaklingsins til að fara sjálfur eftir
því sem hann veit sannast, án dóma eða þvingunar annarra.
Þetta er þver andstæða við Kommúnisma og Pápísku, en í
fyllsta samræmi við „3.“ og „4. boðorð“ hinnar kiljönsku
„heiðni“: Þú skalt vera ástúðlegur við alla, enda elska lífið og
náttúruna og fegurðina og Gættu þess að njóta skýlausrar virð-
ingar sjálfs þín — kærðu þig hvergi um, hvað aðrir halda um
þig. — Bann Jesú við að dcema er m. a. af þessum toga spunnið
(sbr. og 14. kapítula Rómverjabréfsins).
Lítum svo eilítið nánar á „3. boðorðið“: Þú skalt vera ást-