Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 69
Berlín
EINSOG kunnugt er, ráða Vesturveldin t'yrir Berlínarborg að hálfu á
móti Rússum, — en þeir voru einir um að taka borgina (að frátöldujn
loftárásum). Vesturveldin urðu að greiða þessa yfirráðahlutdeild því verði
að hörfa til baka um 200 km veg til vesturs með heri sína, eftir uppgjöf
Þjóðverja, og láta þannig mikil lönd af hendi við Rússa. Þetta hefði mátt
sýnast slæm kaup: að láta frjósöm landbúnðarhéröð fyrir grjótauðn með
I V’i milj. íbúa. En Vesturveldin vissu, hvað þau sungu. Berlín er gædd
einkennilegu lífsmagni og staða hennar í landi og sögu Þjóðverja er sú,
þóað borgin sé ung, að þar er þyngdarpunkturinn, og enginn annar
staður mundi fá notið sín sem höfuðborg Þýzkalands. Lífsþrótt borgar-
innar má m. a. marka af því, hvað hún hefur losað sig gersamlega við
grjótruðninginn og brakið, járnaruslið og glerbrotin, og var hún þó
rústuð öllum öðrurn borgum fremur í styrjöldinni. Allra hluta vegna er
Berlín lykillinn að Þýzkalandi, — en Þýzkaland er lykillinn að álfunni.
Berlín hefur samt orðið Vesturveldunum meira virði en sjá má af
framansögðu: Hún er sá hluti Þýzkalands, sem þeim er vinveittastur.
Herir þeirra komu allsstaðar, á umráðasvæði þeirra í Þýzkalandi, sem
sigurvegarar og drottnarar, — nema til Berlínar komu þeir sem lausnarar
frá ráns- og nauðgunaræði rússneska hersins. Því hafa Berjínarlniar ekki
gleymt þeim. Auk þess átti Nazisminn alltaf minna fylgi að fagna I Berlín
en öðrum hlutum ríkisins, — m. ö. o.: lýðræðisandinn var sterkari þar
meðal almennings en annarsstaðar Þjóðverja á meðal. Rússar neyddu
Sósíalista í sínum hluta Þýzkalands til að sameinast Kommúnistum í
..Sameiningarflokki", en þorrinn af flokksmönnum smaug útum greio-
arnar á Jreim og myndaði réttinda- og eignalausan flokk. Annar sterki
flokkurinn, „Kristilegir demókratar", hefur verið sviptur foringjum sín-
um á rússneska hernámssvæðinu, en Jieir sitja í Berlín og vinna Jiaðan
sitt verk.
Yfirráðasvæði Vesturveldanna í Berlín er tengt yfirráðasvæði þeirra í
í Vestur-Þýzkalandi með einum vegi. Rússar munu á næstunni gera sitt
ýtrasta til að þröngva svo kosti þeirra þar, að þeir nenni ekki að haldast
l’ar við. Því Berlín er líka lykillinn að Austur-Þýzkalandi, og án Berlínar
yrði kommúnistískt Austur-Þýzkaland höfuðlaus vanskapningur.
Framanskráð var skrifað s[. vetur og er nú betur komið fram það, sem
l>ar var sagt um, að Rússar myndu leggja kaþp á að gcra Vesturveldunum
óvœrt { Berlin. F.klii er golt að vita, hvemig peim átukum lýkur, en ckki
eru aðrir slaðir tiðindavirnlt'gri.
17*