Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 95
JÖRÐ
285
ingum þeirra breytinga fyrir hag þess aðilja, ef þær næðu fram
að ganga (sem er nú stundum og stundum ekki) — og með
ekki meiri athugun eða áhuga á, hvað sá aðili verður sjálfur
til að kosta verkfallsins.
Þegninn er, samkvæmt vestrænum og norrænum hugsunar-
hætti, jöfnum höndum skjólstæðingur þjóðfélagsins og. skuld-
bundinn stuðningsmaður þess og ábyrgðarmaður — skuld-
bnndinn af málavöxtum ef ekki að löguin. Og þessi grund-
vallarskoðun, um eðli þess að vera þegn, byggist jafnt á ómót-
mælanlegum heimspekidorsendiun — sem öll vestræn og nor-
ræn lögfræði byggir á allt frá dögum Rómaréttar og ger-
manskrar og norrænnar fornaldar, — sem á kenningum og anda
Nýja Testamentisins og Kristindómsins yfirlei-tt. Það gerði
hin úrelta og afnumda sérréttindastaða aðals og Kirkju ekki.
Og það gerir hin austrœna aðferd: að láta þegninn vera rétt-
lausan gagnvart ríkinu (í reyndinni: handhöfum ríkisvalds-
ins) ekki. Aðallieimkynni þessa austræna kúgunáranda og kúg-
aravalds, hér í ál-fu, sem raunverulega byggir (vinsamlega túlk-
að) á setningunni: tilgangurinn lielgar meðalið — hefur alla
tíð verið Rússland. Og það er það — eftir því sent ráðið verður
af fréttum (og fréttaleysi!) — enn þann dag í dag-------alveg ó-
breytt að andanum til, hvað þetta snertir, og sízt til batnaðar
í aðferðum. Því ekki verður annað séð, en að hverskyns rangs-
leÍLni og kúgun sé þar talin til almennrar stjórnarfarslegrar
tækni (og ,,smekksatriða“). Það má að vísu hugsa sér, að hin
austræna aðferð eigi sér (líkt og aðalsvaldið í fyrri tíð) meiri
eða minna sögulega og landfræðilega takmörkuð — eðlis-
rök. En útflutningshæf til vestrænna 05 norrænna landa er sii
fra-mleiðsluvara ekki. Hún getur í bezta falli lientað heima-
markaðinum — og þó ekki til lengdar. Því „framfarirnar"
valda því, að jafnvel „járntjöld“ eru ekki einhlít til einangr-
t'nar nú orðið-----og svo er, eftir allt saman, eitthvað til, sem
nefnis-t „lífslögmál" og unnt er að baka sér ábyrgð með að
hrjóta!
EG LÝSTI áðan þeirri ætlan minni að kryfja orðið „þegn-
hollusta“ ofurlítið til mergjar og byrjaði nteð því að benda