Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 12
202
J.ÖRÐ
land. „Hvað hefur svo Visjinski fram að færa í stað sannana?
Jú, á bls. 111 gefst okkur á að líta eftirfarandi orð hans:
„Þessi fyrirlitlegi, einskisverði, máttlausi hópur svikara og
morðingja hugðist koma því til vegar með sínum skitnu glæp-
um, að hið volduga hjarta vorrar miklu þjóðar hætti að slá, —
hann reyndi með sínum forarbýfum að traðka niður í skítinn
hin dásamlegustu og unaðslegustu ilmblóm í vorurn sósíalist-
íska skrúðgarði.“
Överland kveður Visjinski bæta við á bls. 114:
„Lygarar, trúðar, aumkunarlegir skitlingar í mannsmynd,
búrtíkur og bandormahundar, sem fitja upp á trýnið og urra
að geipimiklum fíl — þarna er þessurn líka þokkalegu kumpán-
um rétt lýst! “
Ég býst við, að liinir ágætu lesendur þessa greinarkorns taki
eftir í orðavalinu einhverju því, sem bendi á skyldleika hugar-
farsins við nýhylli lúsugra og sneplóttra tíka í íslenzkum bók-
menntum.... En hvað sem því líður, þá mælir Överland á
þessa leið:
„Aíér finnst, að þá, er háttsettur embættismaður talar í nafni
ríkis og réttarfars verði að krefjast þess af honum, að einhver
vottur af vorðuleik sé yfir orðum hans o gorðavali."
Því næst kernur Överland að atriði, sem mjög var liampað
framan í veröldina af rússneskum áróðursmönnum, — en það
er samstarfið, sem vera átti milli fylgismanna Trotzkis, liins
gamla, fordæmda byltingarforingja og alnánasta samstarfs-
manns Lenins, og Nazistanna í Þýzkalandi og útsendara þeirra
í ýmsum löndum, — en eins og menn muna, eltu flugumenn
Stalins Trotzki, livert sem hann fór í útlegð sinni — og loks
var hann myrtur í Mexikó af einum þessara flugumanna. Þá er
og vert að minnast þess einmitt í sambandi við ákæruna utn
nazistasamvinnu, að sumarið 1939 tryggði Stalin Hitler, með
vináttu- og viðskiptasamningum og sáttmála um valdaskipt-
ingu þeirra á milli um heim allan, að ekki yrði á Þýzkaland
ráðizt úr austri, meðan Nazistaherirnir legðu undir sig 1
skyndingu meiri hluta Póllands, Eystrasaltslöndin, Noreg, Dan-
mörku, Holland, Belgíu, Frakkland, Júgóslavíu, Norður-
Afríku — og loks ísland, þó að vörn Norðmanna kæmi í veg fyr-