Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 28
218
JÖRÐ
knúið hann áfram á þeim vegi, er hann hefur gengið, þörf hans
til fróunar á henni ráðið því, að hann hefur gefið sig að hættu-
legri starfsemi, sem hann hefur talið eiga sér hugsjónalegt
markmið, án þess að gefa nokkurn gaum að samræminu milli
tilgangsins og meðalanna til að ná lionum. Nú bregður svo við,
að hann hættir að fá hitaveikiköstin — og það fer að draga úr
lömuninni, unz hún hverfur að fullu. Hin nýja vitneskja og
batinn, sem henni fylgir, liefur á hann mikil áhrif. Það er sann-
arlega vandlifað, ef menn vaða jafnvel í villu um hvatir sínar
til þessa eða hins — ef sókn að hugsjónalegu marki, sem látið
er helga hvers konar meðul, er máski einungis flótti frá sjálfs-
prófun og sjálfsábyrgð — og-ósjálfráð tilraun til yfirbóta.
Einmitt um þetta leyti kernst hann í kynni við tvo menn,
sem gera honum það ljósara en ella, að sálarlíf mannanna er
fjölbreyttara, furðulegra og dularfyllra en svo, að velferð þeirra
og hamingja sé einungis hagfræðilegt úrlausnaratriði — eins
og hans Stalin-mótaði Marxismi hefur gert ráð fyrir. Og brátt
fær hann það á tilfinninguna, að sálarlífið verði ekki skilið og
skýrt til neinnar hlítar út frá þekkingunni á starfi heila og
tauga, ekki einu sinni út frá nýjustu vitneskju um starfsemi
leyndardómsfullra kirtla með hinum furðulegustu nöfnum og
áhrifum. Hann meira en grunar, hann veit það nú, að manns-
sálin er heilt völundarhús með ótal krókum og kimum, þar
sem einhver óþekkt öfl dyljast eða eru áhrifavaldar; að hún
er furðuheimur, þar sem engar þekktar reikniformúlur gilda,
— nei, það er ekki einu sinni víst, að hin mest óyggjandi og
auðprófuðustu sannindi úr heimi skynsemilífsins, eins og t. d.
það, að tveir og tveir séu fjórir, reynist þar ekki hláleg villa.
Hann kemst til skilnings á því í samræðum sínum við Nazista-
erindrekann Bernard, að einmitt þetta hafa Nazistarnir þýzku
skilið. Þeir hafa vakið til þjónustu við sig og sinn málstað hin
duldu og dulrömmu öfl í sálum fólksins, — þess vegna hafa þeir
ekki þurft á neinu járntjaldi að halda. Og þrátt fyrir að Pétur
Slavek hefur komizt að raun um, að það, sem hann hafði trúað
á — sem þjónn Kommúnista — hafi verið blekking, að þrá
hans eftir bræðralagi hafi verið eftirsókn eftir vindi, hugrekkið
ávöxtur hégómagirni og trúfesti hans einungis aflausnarvið-