Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 130
320
JÖRÐ
það svipmikið, — stíllinn er bragðlítill, en oftast sléttur, raunar
ekki hnökralaus, en aldrei heldur þannig, að um skipti án sam-
ræmis við efnið, svo að manni detti í hug sokkur, sem prjónað
hefur verið neðan við — eins og mér flaug til dæmis í hug við
lestur Innan sviga eftir Halldór Stefánsson, svo að ég nú minn-
ist ekki á pastor emeritus frá Saurbæ. Það er ekki íslenzkum
lesendum neitt til niðrunar, þó að frá því sé sagt, að þeir hafi
þótzt kannast við svipmót sjálfs lífsins á 'sögu Guðrúnar frá
Lundi.
NORRABRAUT 7, — það er hreint ekkert uppörvandi að
O korna úr öllu hinu iðandi lífi í húsið nýja á Snorrabraut
7 — því að þar fæ ég ekki komið auga á nokkra manneskju, það
er að segja lifandi manneskju, heldur útstoppaðar brúður — og
þær sviplausar og lítið sérkennilegar. Já, hugsum okkur, að
allir þeir, sem lent hafa í meiri og minni vandræðum vegna
basl síns við að koma upp húsi yfir höfuðið á sér á brask- og
bröltárunum frá 1941—’48, stofnuðu með sér píslarvottafélag
— og það léti síðan búa til þúsundir af brúðum, svo sem þær
yrðu gerðar ódýrastar, þeim skipt mjlli félagsmanna, stillt út
í glugga á íbúðum þeirra til sýnis almenningi — og á þær festir
seðlar mað áletrununum: 1. Ung hjón, þrautpind fyrst af hús-
eigendum, siðan af múrarameisturum, svo af trésmiðameistur-
um, pipulagningameisturum — og yfirleitt öllum óguðlegum
og af djöflinum besetnum meisturum, — vinsamlegast takið
eftir, að konan er að gefa barninu sinu brjóst! — 2. Húseigandi,
— fanlur, — kona hans, — peningasnobb, mágur hans — svindil-
braskari og dollaraþjófur, nýkominn frá Ameríku, — mágkona
lmns — lauslátt fyllisvin, Amerikanasnobb, hjartalaust kvikindi
m. m. — 3. Múrarameistari — takið eftir grœðgissvipnum á svín-
inu. — 4. Trésmiðameistari og 5., 6., 7. o. s. frv. eftir þörfum —
þ. e. meistaratölu........— Já, álíka sviplausar og lítið sér-
kennilegar og ég get hugsað mér að Pislarvottafélagsbrúðurnar
mundu verða, eru þær útstoppuðu í húsinu nýja á Snorrabraut
1... . Annars hygg ég, að ofangreint sýningaruppátæki mundi
valda mjólkurskorti í bænum, þar eð hinar píndu mæður yrðu