Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 38
228
JÖRÐ
Frakkland og
Rússland
f SKÁLDSÖGUM Koestlers kemur fram
L eindæma rökvísi og skarpskyggni og sér-
stæður hæfileiki til að sjá ólíkustu menn í
ýmsu ljósi. En fyrir þá, sem kynnu þrátt fyrir þetta að efast
um sannleiksást lians — eða að minnsta kosti gætu látið sér
detta í hug, að lionum mundi verða það á að beita misjafnt
gáfum sínum til gagnrýni, eða að hann hafi jafnvel tilhneig-
ingu til að sverta eða fegra, er gagnlegt að lesa bók hans um
örlög Frakklands vorið 1940. Dómur hans um sjálfskaparvíti
Frakka er ærið strangur — en hann er studdur skarplegum og
sannfærandi rökum. Koestler dregur sannarlega ekki fjöður
yfir brestina í spilltu lýðræðisþjóðfélagi.
Koestler kemst að þeirri niðurstöðu, að Frakkar hafi verið
orðnir þjóð makræðis og ábyrgðarleysis. Þeir lifðu í góðu landi
og meirihlutinn við góð kjör, voru landbúnaðarþjóð og merg-
sugu nýlendur sínar. Þeir litu á sig sem stórveldi, já, heims-
veldi, en þeir áttu ekkert heimsveldi, heldur einungis einstakar
nýlendur, því að þeir gerðu sér ekkert far um að láta nýlendu-
þjóðirnar finna sig sem meira eða minna frjálsa og um leið
ábyrga aðila fransks veldis. Og sem stórveldi drógust þeir aftur
úr, því að þeir juku ekki þungiðnað sinn og tækni og lokuðu
augunum fyrir hinni hernaðarlegu tækniþróun nágranna
sinna. Þeim fannst þeir eiga það skilið eftir heimsstyrjöldina
fyrri, að fá að njóta góðra daga og mikillar virðingar umheims-
ins; vildu ekki fremur láta sér skiljast þá örðugleika, sem hið
erfiða fjárhags- og viðskiptaástand í heiminum olli og þær
miklu kröfur, sem endurreisn landsins gerði til fjárútláta af
hendi ríkisins, heldur en þeir kærðu sig um að gera sér grein
fyrir nauðsyninni á stórauknum járn- og stáliðnaði og nýju
formi á herbúnaði. Þeir vildu helzt ekki greiða neina skatta,
því að spariféð og skulda- og hlutabréfin mátti ekki skerða.
Þar var ellitryggingin, jarðarfararkostnaður gömlu kynslóðar-
innar og heimanmundur þeirra ungu og uppvaxandi. Maginot-
línan, steinsteypuvirkin á landamærum þeirra og erkióvinar-
ins frá 1870 og 1914, voru táknræn fyrir hugsunarháttinn.
Þarna stóðu þau, traust og grunnmúruð, og hefðu reynzt með
öllu ósigrandi ekki aðeins 1870, heldur líka 1914. Þau náðu