Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 150
340
JÖRÐ
lífsins —, þeirrar sjálfstamningar, sem af lífsreynslunni hefur
látið sér — með Prédikaranum í Biblíunni — segjast um, að
„allt er hégómi" nema einföld náttúrleg fegurð og sjálfstamn-
ingin sjálf, er lætur sér æðrulaust lynda, að svona sé það.
HIÐ merkilega tækifæri, sem drepið var á, hér rétt á undan,
skal nú aðeins rakið ásamt forsögu þess.
Ugla hafði, sem þegar er tekið fram, orðið barnshafandi, er
hún, aldrei þessu vön, svaf hjá karlmanni eina nótt, veturinn
sem hún var í vistinni — atvikin léku þá hlálega á hana með
hætti, sem fellir grun á höf. um, að honum muni e. t. v. ekki
alveg svo óhætt sem skyldi fyrir ásókn hugmyndarinnar um
afskipti annars og máttugri heims af oss hérna í eymdadaln-
um. En hvað um það — þessi barneign verður höf. að tilefni
nokk.uð flókinna vangaveltna um föður- (og jafnvel móður-)
rétt(leysi), eignarrétt ríkisins á börnum (sbr. líka t. d. þörf
Hitlers, Stalíns & Co. í því sambandi) og þá auðvitað skyldu
hins opinbera af því leiðandi. Hinsvegar hefur barnsfaðirinn
öðlast eignarhald á Uglu við þessi tíðindi og þó öllu fremur
við það, er hún hafnaði tilboði hans um endurtekningu. Eftir
það er hann „maður“ hennar, því neitun munaðar kveikir ást
(„heiðni“ eða hvað?). Þetta er allt nokkuð flókinn — og lík-
lega ekki sem bezt samstæður — hugsunargangur.... en hvað
um það: Pilturinn lendir í Steininum fyrir ógætilegt brask.
Það slær smiðshöggið á tilfinningar stúlkunnar um eignarrétt
hans á henni. Hún leitar örvæntingarfull til síns fyrrverandi
kennara í organleik. Og þegar „organistinn" sér alvöru henn-
ar, leggur hann henni til þau sjötíu—áttatíu þúsund, sem þurfti
til þess að leysa piltinn úr klípunni. Hann hafði selt húsið sitt
daginn áður — líklega ætlað af sjálfsdáðum að hjálpa stráknum.
Fjármunir voru ekki mikils virði í augum þessa manns og jafn-
vel eigiðþak ekki eigineign, er náunginn hafði þörf fyrir and-
virði þess.... Þar var „kommúnismi", „sem segir sex“ —'
hreint út sagt „guðspjalla-kommúnismi". Allt mitt er þitt er
ekki-ekval Allt þitt er mitt, heldur ýtrasta andstæða þess.
H. K. L. hefur tvo undanfarna áratugi (eða vel það) aðhyllst
síðara einkunnarorðið sem rétt lögmál í almennum þjóðfélags-