Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 121
JÖRÐ
311
GÓUGRÓÐUR Kristmanns Guðmundssonar kom út á
norsku fyrir allmörgum árum, og þessi litla saga hafði
farið víða um lönd og getið höfundi sínum mikinn hróður,
þá er hún loks, nokkru fyrir jólin í vetur, kom út á íslenzku.
En nú kom hún í íslenzkum búningi, sem er að öllu verk
skáldsins sjálfs, og hefur hún þar með hlotið óumdeilanlegan
borgararétt í ríki íslenzkra bókmennta, enda sómir hún sér hið
bezta í þeim klæðum, sem hún hefur hlotið í föðurhúsum.
Það má heita sérstætt, hve vel Kristmanni hefur tekizt um mál
og stíl, þegar þess er gætt, hve lengi liann hafði dvalið erlendis
og hve handgenginn hann var orðinn tungu Austmanna.
Góugróður fjallar ekki um neina stórviðburði, ekki um sér-
kennilegar og stórbrotnar persónur — ekki um innri baráttu
fyrir lífsskoðun, ekki um þrá einhvers stórmennis eftir að
frelsa mannkynið. Elún gerist á nokkrum vor- og sumarmánuð-
um í litlu austfirzku sjávarþorpi og segir frá ástum unglinga,
stúlku, sem þegar veit, hvers hún þráir að njóta og er bless-
unarlega náttúrleg sem mannsbarn og móðurefni — og pilts,
sem lífið hefur verið naumgjöfult við í bernsku á móðurhót
og munað, — og svo dirfist hann þá ekki að flytja hina mjög
svo kvenlegu ástmey sína úr himni draumanna niður í heim
hinnar mjúku, rauðu og römrnu moldar, sem æsiþrungin gróðr-
armagni lirífur til sín geislastafi órafjarlægs himinhnattar, bút-
ar þá sundur og kyndir með þeirn ástríðubál hjá öllu, sem lifir.
Hann er vandvalinn sá vegur, er skáldið hefur farið í þessari
bók, því að á mótum bernsku og manndóms, draums og veru-
leika, uggs og ástar, kvalar og sælu hefur hann orðið að þræða
svo, að hvergi hyrfi annað og hvergi væri til fulls opnuð sýn inn
í ríki hins. En þetta hefur skáldinu tekizt, og undarlegt og heill-
andi hverfiglit hvílir yfir allri þessari bók, glit, sem ekki er til
neins að reyna á að þreifa frekar en sólgliti eða mánaskini, frek-
ar en þeirri ósýnilegu geislan, sem dregur eina lífveru að ann-
arri — glit, sem þó fær brugðið bjarma lífsundursins yfir hvers-
dagslegt fólk, skrúðlaus orð, litla atburði og hið fátæklegasta
umhverfi.
SÖLVI heitir skáldsagan, sem hefur vakið mér einna mesta
undrun, af þeim skáldritum, er út hafa komið á þeim ár-