Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 90
280
JÖRÐ
750 foringjar og hennenn í Nanking á vegurn kínversku stjórn-
arinnar, og hérumbil 1000 sjóliðar á æfingastöðvunum við
Tsingtaó. Aðstoð Bandaríkjanna, síðan Japanar gálust upp,
hefur verið fólgin í- áframhaldandi láns- og leigu-viðskiptuin
fyrir 600 milljónir dollara, sölu ýmislegra birgða, sem herinn
hafði flutt til landsins og upprunalega kostuðu 800 milljónir
dollara, og flutningi 14 herja, loftleiðis og sjóleiðis, til ýmsra
stöðva í Kína, Formósu og Mandsjúríu.
Það er vafalaust rétt, að án þessarar aðstoðar hefði Mið-
stjórninni ekki tekizt að liala við Kommúnistunum, en hitt
engu síður áreiðanlegt, að án hennar hef'ði hún ekki getað af-
vopnað og sent heim til sín þær rúmar þrjár milljónir Japana,
sem voru í Kína. Þessi aðstoð var veitt viðurkenndri stjórn
bandalagsþjóðar og var tákn þeirrar yfirlýstu stefnu Banda-
ríkjanna, að gera Kína að öflugu ríki eins fljótt og hægt væri.
Það var ekki út í bláinn, að Bandaríkin studdu upptöku Kín-
verja í hop hinna fjögurra stórvelda. Engu að síður hafa
strandað samningar um 500 millj. dollara lán, er kínverska
stjórnin ætlaði að fá hjá Útflutnings- og innflutningsbanka
Bandaríkjanna, og gæti það borið vott um, að sundurþykkt
Kína megi ekki vænta sér mikillar viðbótaraðstoðar þaðari.
ÞESS hefur þegar verið getið, að framkoma Rússa gegn Kín-
verjum í stríðinu var óaðfinnanleg. En lausn Mandsjúríu
undan yfirráðum Japana vakti upp gamlan draug. Mandsjúría
liggur á milli endastöðva Síberíu-járnbrautarinnar og íslausra
hafna \ ið strendur Kyrrahafsins og getur því verið mjög mikils-
verð fyrir Austur-Síberíu. Það skiptir því Rússa miklu, livort
Mandsjúría er þeim vinveitt eða óvinveitt. Vegna þessa krefj-
ast þeir þar sérstakra hlunninda, enda þótt þeir hafi, oftar en
éinu sinni, viðurkennt yfirráðarétt Kínverja þar í landi. Þessar
hlunnindakröfur báru þeir að nokkru leyti fram í samningi.
sem þeir gerðu við Kínverja í ágúst 1945.
Það er þess vegna nokkurnveginn örugt, að Rússar munu
krefjast „vinsamlegrar" stjórnar í Mandsjúríu (stjórnar, þar
sem Kommúnistar eru í meirihluta). Dænii má táka af lepp-
ríki þeirra, Ytri-Mongólíu, sem Kínverjar hafa nú afsalað sér