Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 157
347
JÖRÐ
JÁ — þarna er spámaður íullmyndaður — annar Amos —
þó aldrei nema svo segi í „Atómstöðinni", bls. 267, að
ekkert sé „eins hættulegt fyrir sveitamenn einsog að fara að
hlusta á himneskar raddir“ (Arnos var fjárhirðir). Og þóað
sannindin séu í „Atómstöðinni" í annaðhvort sinn teygð útí
sjúklegar öfgar — og þó þau séu í sífellu blandin ósamstæði-
legum kommúnista-hreystiyrðum — þá er það, nánar að gætt.
bara úrslitaeinkennið á spámannlegu eðli „Atómstöðvarinnar":
Eftir lauslegan lestur ltennar veit lesandinn hvorki upp né
niður — öllu ægir þarna saman, þversum og langsum hvað með
öðru, líkt og í súrrealistísku málverki. Allt, að kalla má, er
tekið í mál, — a. m. k. þegar búið er að liafa á því endaskipti.
Lesandinn starir að loknum lestri útí „eilífan bláinn“ og sér
ekki nema eldglæringar — og svo auðvitað þenna óhagganlega,
ljúfa „organista“, sent „talar ósegjanleg orð, sem engum manni
er leyft að mæla“ (II. Kor. 12, 4.). Hvað segir ekki í spádóms-
bók Jesaja: „Sláðu augu lýðs þessa með blindu, svoað sjáandi
sjái þeir ekki nteð augunum, né heyri með eyrunum, né skynji
með hjartanu, að þeir snúi sér og verði hólpnir." Júda var þá
ekki lengur viðbjargandi og ekkert við þá þjóð að gera annað
en að búa liana fljótt og vel undir hina óhjákvæmilegu eyð-
ingu. Þetta mikilvæga atriði vantar þannig heldur ekki í hina
spámannlegu sögu, „Atómstöðin“-------nema Jrað sé allt bara
kórónan á upplausnarstarfsemi rotnunargerla gammsins í
austri, sent ekki getur, fremur en aðrir gannnar, gert sér að
góðu lifandi bráð, heldur verður að bíða þess, að hún sýkist
og sundurleysist, úldni, rotni.... Þjónusta við lífið — eða
hvað?
ANNLEIKURINN er líklega sá, að jafnvel H. K. L. gæti
O ekki sjálfur leyst úr spurningunni um, hvað þetta
eiginlega er. \7axandi sambland einfaldra höfuðsanninda
um lífið í verkum (og huga) LI. K. L. við Kommúnisma-kredd-
urnar, hin sívaxandi innri spenna, er brátt hlýtur að leiða til
sprengingar eða „lífefnafræðilega réttrar" koðnunar á andleg-
um mætti hans — sýnir, svoað varla verður umvillst, að ltann
er sjálfur á svipuðum krossgötum og dr. Búi Árland. Eða svo