Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 98
288
JÖRÐ
N HVER er sá aðili, sem öðrum fremur ber skylda að efna
1—i til alþjóðarvakningar um vitjunartímann og það, er eitt
til friðar — í þessu efni — horfir: þegnhollustuna? Það er vitan-
lega sá aðili, sem í öllurn vanda, er í sambandi við hugsunar-
hátt þjóðarinnar stendur, á að vera vökumaðurinn, varðmaður-
inn, Heimdallur sá, er í hornið blæs og vekur til eftirtektar,
skilnings og giftusamlegrar afstöðu: Kristnilýður landsins — og
auðvitað fyrst og fremst kristinn kennilýður: prestar, kennar-
ar, rithöfundar, blaðamenn og aðrir þvílíkir, sem kristna trú
bera í brjósti. Það er þegnhollustublutverk og -skylda krist.ni-
lýðs íslands að ríða á vaðið, blása í Heimdallarhornið svo liátt
og snjallt sem við verður kontið, til að lu inda af stað þeirri
hreyfingu með þjóðinni, sem í tæka tíð verði að alþjóðarvakn-
ing og bjargi íslenzku þjóðinni frá því að fara sjálfri sér að
voða með dofinskap og kæruleysi og skröksagnaglamri, sem er
rétt nefnt „ópíum fyrir fólkið“, einsog Kristindómurinn hefur
stundum verið nefndur af öreigalýðsleiðtogum, sem aldir voru
upp við austrænan kúgara- og kúgaðara-hugsunarhátt.
Já, þessvegna er það hlutverk og skylda allra kristinna funda
og félaga að leggja til þess lið — með trú, sem lætur sér ekkert í
augum ægja — já, af kristinni þegnhollustu — að ræða þetta
bráðknýjandi, þjóðfélagslega viðhorf yfirstandandi tíma svo
ýtarlega og hreinskilnislega, sem framast er unnt og gera um
það djarflegar og vekjandi ályktanir — og þá fyrst og fremst í
eigin hugskoti — ályktanir, er láti umfram allt „verkin tala“ án
tillits til þess, hvað aðrir gera. Því hvar sem persónulegt sjálf-
stæði — einbeittur, staðfastur vilji er fyrir hendi — og ekkert
síður fyrir því, þóað hann byggist á hollustu við hugsjón —, þar
„drjúpa níu jafnhöfgir hringir af níundu hverja nótt“ — því
„hver dregur dám af sínum sessunaut" og þá helzt, er sessu-
nauturinn fylgir fastri stelnu í lífi sínu, er byggist á hollustu
við hjarta sitt.