Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 5
Guðmundur Gíslason Hagalín:
Myrkur úr austri
i.
Inngangur.
ÞÁ ER ég skrifaði bók mína, Gróður og sandfok, var dýrð
Kommúnistanna allmikil bæði hér á landi og víða annars
staðar. Hér juku þeir þá óðurn stjórnmálafylgi sitt, og þeir
óðu mjög uppi á sviði bókmennta og menningarmála. Þeir
höfðu með höndum mikla útgáfustanfsemi, eirðu ekki í riti
neinum, sem ekki voru ýmist kommúnistar eða þeim þægir,
héldu fast fram einsýni og einstrengingshætti um efnisval og
viðhorf skálda og rithöfunda — og réðu allmiklu um hlut allra
listamanna og rithafunda af hálfu ríkisins. Þeir höfðu ótrúlega
mikil áhrif á mat sumra andstæðingablaða sinna á bókmennt-
um og listum,ogmörgum villtu þei-r sýn, en ýmist lokkuðu aðra
til þjónustu við sig -eða hræddu þá til vinsamlegrar yfirborðs-
afstöðu — -eða að minnsta kosti hlutleysis. Það þótti jafnvel
mjög fínt og bera vott um mikla yfirsýn og lofsverða róttækni
að núa sér upp við þá og láta þeim í té ýmis konar greiða —
°g á sviði félagsmálanna kvað svo ram-mt að svart-fuglavillu
forystumanna hjá stéttum og flokkum, sem í rauninni voru
Komnninistum hagsmunalega og stjórnmálalega andstæðir, að
þeim var þaðan veitt aðstoð til að ná í sínar hendur þeim sam-
tökum, sem alþýða manna við sjávarsíðuna, já, og raunar
þjóðin öll, á rneira undir en flestum öðrum. Það var sem
‘Oidstæðingar Kommúnista sæju alls ekki gegnum þá grímu
>>lýðræðis“, sem þeir höfðu varpað yfir sig, var sem -þeir vildu
alls ekki trúa því, að frásagnir um stjórnarhætti í Rússlandi
béfðu við nein rök að styðjast, þrátt fyrir það, þótt það Irefði
sýnt sig, livað bjó á bak við grímu Na7.ista og hvað gestsaugunr
bafði getað sézt yfir í Þýzkalandi, þó að ekkert væri þar jdrn-
tjaldið. Jafnvel sumir þeir menn hins andlega lí-fs, sem mundu
oldrei vitandi vits styðja að höftum á skoðanafrelsi.hvað þá þola
13*