Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 29
JÖRÐ
219
leitni, þá gín liann ekki yfir þeirri uppástungu Bernards, að
gerast liðsmaður hins sigrandi Þýzkalands, heldur snýst öfugur
við, og það gegn eindregnum mótmeelum skynseminnar!. . . .
En nú er það, að Slavek kynnist brezkum flugmanni.
Arthur Koestler kynntist hinum fræga, brezka flugmanni
og rithöfundi Ricliard Hillary, og þeir urðu miklir vinir.
Hillary tók þátt í loftstyrjöldinni miklu um England haustið
1940. Hann reyndist ágætur on'ustuflugmaður, en þar kom,
að flugvél hans var skotin niður. Hillary var dreginn skað-
brenndur, en þó lifandi út úr logandi flugvélarflakinu og
fluttur í sjúkrahús. Hann komst til heilsu, en andlit hans var
afskræmt og lvendurnar lítils virði til starfa. En Hillary krafð-
ist þess samt að fá að byrja aftur sem orrustuflugmaður, og
það var látið eftir honum, þó að svo væri nú komið, að til
þess að mögulegt væri, að hann gæti stýrt flugvél, varð að búa
til handa honum sérstæðan stýrisútbúnað. Sjálfur vissi Hillary,
að hann mundi ekki reynast fær um að stjórna vél sinni þannig,
að nokkur líkindi gætu verið til þess, að liann kæmist hjá að
verða skotinn niður á ný, þá er hann lenti í orrustu. Og hann
var sá eini, sem eftir var af þeim flugmönnum, sem höfðu
verið í hans hóp, þegar hann byrjaði flug sitt sem orrustuflug-
maður. Hann hafði aldrei fundið neina löngun hjá sér til þessa
hættustarfs. Hann hafði verið hugsjónalítill og trúlítill, en
honum hafði fundizt, að flugið og háskinn mundi veita hon-
um lífsfyllingu — og hann vildi gjarna sýna, að hann gæti jafn-
azt á við ungu mennina þýzku, sem voru uppaldir til að berj-
ast. En hann hafði ekki hrifizt af orðum eins og þeim, að hann
væri að bjarga föðurlandinu — ekki einu sinni af þeirri full-
yrðingu, að hann væri að forða mannkyninu frá oki kúgunar
°g menningunni frá glötun. Hann fann sig ekki vera neina
föðurlandshetju, eygði ekki mannkyninu til handa neitt loka-
takmark, sem því gæti tekizt að ná fyrir baráttu hans og allra
Itinna. En þrátt fyrir þetta var hann sem knúinn til að halda
afram að berjast, og hann þráði að verða sér þess meðvitandi,
hvaða afl það væri, sem knúði hann. Hann hafði á tilfinning-
unni, að líf lians og dauði væri vígt einhverjum tilgangi, en
liann vissi ekki, hver sá tilgangur var. Hann aðeins hlýddi