Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 203
JORÐ
393
— Við skulum ekki tala meira um þetta núna. En líttu út í
gluggannl Nú er Ranka að leggja a£ stað heim til sín. Hlauptu
nú á eftir lienni og reyndu að fá hana til að snúa við og koma
inn til mín. Ég skal reyna að hugga hana og gleðja, eftir því sem
ég get!
Ég var ekki svo sein að stökkva á fætur og hoppa út. Ég náði
Rönku fljótlega, smeygði hendinni undir handlegginn á henni
og sagði:
— Ég er send eftir þér frá henni mömmu minni. Komdu með
mér inn.
— Ég þarf nú að flýta mér inn til drengsins míns. Hann er
víst orðinn leiður, svaraði liún.
— Þú verður að koma, Ranka mín. Annars grátum við eins
og þú; ég sá, hve sárt þú grézt í kirkjunni, og mamma mín ætl-
ar að vera góð við þig.
— Hún er nú alltaf öllum góð, sagði Ranka. — Guð launi
lienni og þér. Ég kem víst með þér inn, og ég skal aldrei gleyma
ykkur þessu. En mig langar ekki til að sitja inni í stofu.
— Nei, nei, þú átt að vera í búrinu hjá mömmu. Hún er þar
að taka til brauð og annað, en stúlkurnar bera það inn.
Ranka fór svo inn til mömmu, og frá henni fór hún litlu síð-
ar hress í bragði.
.... Ég er nú orðin gömul, en ég lief afdrei gleymt þessum
atburði, og í hvert skipti, sem ég minnist hans, veldur hann
mér sársauka. En það er ekki aðallega vegna Rönku — minnsta
kosti ekki á seinni árum; því að tárin hennar eru nú löngu
þornuð og dómarnir um hana flestum gleymdir, kannski öllum
nema mér. Huggarinn bezti hefur áreiðanlega viljað við hana
kannast, þegar hún kom heim til hans, og hefur munað sárin
hennar. En það hryggir mig og særir, að hús kærleikans föður
skuli á ýmsan hátt hafa verið notað til að særa hrelldar sálir.
Því að nóg eru þau, blessuð huggunarorðin frelsarans, til þess
að fylla kirkjurnar, ef þau hefðu fremur verið notuð en hin
andstyggilega helvítiskenning. Þess er ég fullviss, að þeim, sem
trúir orðum Jesú Krists og biður hann — honum mun verða
svarað, — svarað:
í dag skaltu vera með mér í Paradís.