Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 107
JORÐ
297
Hlutur iðnaðarins í útflutningnum sést nokkuð á því að at-
huga, hve mikið er samanlagt útflutningsverðmæti iðnaðar-
vara úr sjávar- og landbúnaðarafurðum til samanburðar við
heildarútflutningsverðmætið það ár.
lireyting hrávörunnar í söluhæfara form, eins og harðfisk-
vinnsla, frysting, niðursuða, lýsis- og síldarbræðsla, síldar- og
fiskimélsvinnsla o. fl., er talinn iðnaður, er vinnur úr sjávar-
afurðum en smér- og ostagerð, sútun, innýflahreinsun o. fl. er
iðnaður, sem notar landbúnaðarafurðir, sem hráefni. Útflutn-
ingsverðmæti slíkra iðnaðarvara árið 1946 var samtals röskar
134 milljónir króna, en heildarútflutningurinn það ár nam
rúmlega 291 milljónum króna. Skortir því lítið á að helmingur
útflutningsins árið 1946, sem hér er aðeins nefnt sem dæmi,
væri unnin vara, eða m. ö. o. iðnad'arvara.
Samkvæmt skýrslum, sem mér hafa nýlega borist í hendur,
hefur íslenzkur verksmiðju- og vélaiðnaður, sem aðallega notar
erlent hráefni til framleiðslu, þar með taldar vélsmiðjur, tré-
smiðjur o. fk, íramleitt vörur árið 1946 fyrir 237 milljónir
króna. Kostnaðarverð hráefna til þessara vara reyndist vera
55 miljónir króna. Mismunur kostnaðarverðs og söluverðs,
um 150 millj. kr., er að verulegu leyti gjaldeyrissparnaður, mið-
að við það, að vörurnar hefðu annars verið keyptar fullunnar
erlendis frá og seldar með sama verði og þær innlendu.
Þegar þess er gætt, að allur útflutningurinn þetta ár nam
291 millj. kr„ þar af iðnaðarvörur, eins og áður er sagt, fyrir
134 milljónir, verður nokkurnveginn ljóst, hver hlutur ís-
lenzks iðnaðar er í framleiðslunni."
Og svo halda hagfræðilegir ráðunautar ríkisvaldsins, að iðn-
aður eigi ekki rétt á sér hér á landi!
Um þá er það vægast sagt, að fræðimennska og hagsýini sé
þeim ekki í blóð borin.
RETT ER að geta þess, að sumir þessarra gagnrýnenda ís-
lenzks iðnaðar viðurkenna, að vér þurfum á handiðnaðar-
roönnum að halda, en aðallega til viðgerða og þeirra verka í
húsasmíði, sem ekki er hægt að flytja inn, og að iðjurekstur til