Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 113
ÞETTA gerðist fyrir mörgum árum, þegar ég var ungur. Ég
dvaldi þá um tíma síðla sumars í afskekktri sveit. í norðri
risu hrikaleg fjöll, í austri voru sandauðnir, fyrir öllu suðrinu
var hafið. En sveitin var mjög sumarfögur; tjarnir glitruðu á
víð og dreif um flatneskjuna, en lágir múlar með stuðlabergs-
klettum spegluðust í vatnsfletinum.
Fólkið, sem bjó þarna, var mótað af umhverfi sínu. Það hafði
flest hreinan, dálítið einfeldnislegan svip, dreymið augnaráð,
kyrrláta framkomu. Ýmiss konar hjátrú virtist algeng; menn
héldu, að álfar og sjóskrímsli væru til og trúðu því að framliðn-
ir gengju stundum aftur.
Septembermánuður var byrjaður, þegar ég kom í þessa
fallegu sveit, og ég ætlaði að dvelja þar aðeins fáa daga. F.n
dvölin varð lengri en ég hugði í fyrstu. Fegurð landslagsins tók
mig með töfrum. Ég kom snemma morguns að grasgrónum bæ.
Fyrir ofan hann voru stuðlabergspaldrar, en blágresi óx í brekk-
unni úndir þeim, og neðan við túnið var lítið vatn, að hálfu
umgirt hamrabeltum. Úti f vatninu voru nokkrir smáhólmar,
í þeim uxu birkihríslur. — Tvö börn léku sér í hlaðvarpanum.
Þau urðu mín ekki vör, fyrr en ég ávarpaði þau, þá litu þau upp
stórum, fögrum augum; þau voru ólík öðrum börnum, sem ég
hafði séð. Á næsta augnabliki voru þau horfin. Hefði ég ekki
heyrt lifandi fótatak þeiiTa fjarlægjast, mundi ég hafa haldið,
þau væru huldubörn eða hrein missýning. Ég barði að dvr-