Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 175
JÖRÐ
365
En Páll svaraði engu til — hefur fundið, að bilið var langt á
milli þeirra — og ekki viljað kveðast á við Símon. En það sem
Símoni þótti allra verst var, að Páll harðbannaði honum að
yrkja um Ragnhildi sína. Um hana hafði Páll líka ort svo mikið
og vel, að ekki þurfti um að bæta — frá þeirra fyrstu kynnum
og fram undir það síðasta.
Mjúkar hendur hefurðu,
hálsinn minn þá vefurðu;
góða kossa gefurðu
— hjá gamla Páli sefurðu,
mun víst vera ein af síðustu vísum hans til Ragnhildar.
G VEÐ hér úr einu í annað, og það er rétt, að ég segi frá
J_j einni allra svæsnustu skammavísu Páls Ólafssonar — það er
óhætt af því að hún er ekki lengur til.
Allir íslendingar vita, að Páll átti forkunnar góðan reiðhest,
sem hét Yngri Rauður. Efnaður maður bauð honum svo mikið
fé fyrir hestinn, að hann stóðst ekki freistinguna — og seldi
hann, en mun hafa séð eftir því strax — og alla æfi síðan.
Ég hef selt liann yngra ‘Rauð,
er því sjaldan glaður.
Svona er að vanta veraldar auð
og vera drykkjumaður.
Þetta eru hans stuttorðu skriftamál. En það var sárast, að nýi
eigandinn fór ekki vel með hestinn. T. d. reið hann honum oft
flatjárnuðum á ís — og eitt sinn, er hann hafði riðið honum illa
þannig eftir gljánni og svitað hann mjög, lét hann Itann ekki
inn, er hann kom heim seint um kvöldið. En um nóttina Iirakti
Yngra Rauð út í á og næsta morgun fannst hann dauður á eyri
ekki langt frá bænum. Þessi endalok juku mjög harm Páls og
gremju. Vinkona Páls, sem ræddi við hann um þennan atburð
litlu síðar, segist hafa spurt, hvort hann hefði ekki gert vísu um
manninn — og kvað Páll já við. „Lofaðu mér að heyra hana?“
sagði hún. „Nei,“ sagði Páll, „þú færð ekki að heyra hana, —
hún er svo ljót, að hana má enginn maður heyra." — En nokkru
síðar drukknaði eigandi Yngt'a Rauðs í sömu ánni og lík hans