Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 52
242
JÖRÐ
hagsmunir höfuðvígisins kröfðust þess. Við horfðum ekki í að
hafa samvinnu við lögregluna í afturhaldslöndunum til þess
að bæla niður uppreisnarhreyfingar, sem ekki voru tímabærar.“
Nei, sannarlega var þess ekki svifizt af hendi Stalins í samn-
ingum þéirra Hitlers að ofurselja Þýzkalandi Nazismans, Ítalíu
Mussolinis og Japan hinna trylltu djöfla í mannsmynd mikinn
meirihluta alls mannkyns um ófyrirsjáanlega margar aldir!
„Rússland berst fyrir Rússland,“ sagði Stalin við Hopkins.
Þetta er hreint og skilmerkilegt: Rússland barðist ekki fyrir
réttlæti mannkyninu til handa, ekki fyrir frelsi og lýðræði og
friðsamlegum samskiptum þjóða á milli. Rússland barðist fyrir
Rússland — fyrir Rússland sem sívaxandi heimsveldi.
Og eftir lok styrjaldarinnar hefur öll stefna Rússa borið því
vitni, að þeir hyggja ekki á alþjóðlegt öryggi, grundvallað á
samstarfi þjóðanna. Rússland á að leggja undir sig veröldina
og Rússar liafa það af hverjum, sem þeir vilja nýta — og til
að ná þessu marki skulu öll hugsanleg ráð notuð — og þá ekki
sízt sultur, blekkingar og hvers konar kúgun. Eystrasaltslöndin
hafa verið knúin inn í hina rússnesku ríkjasamsteypu, hundruð
þúsunda af íbúum þeirra eru landflótta og ennþá fleiri hafa
verið herleiddir, verið fluttir til Síberíu og látnir vinna þar
við álíka skilyrði og Rubashov lýsir, enda er það orðið kunn-
ugt um allan hinn menntaða heim, að Rússar halda mörgum
milljónum manna í fangabúðum, þar sem sízt er betri aðbúðin,
en verst var í Þýzkalandi á styrjaldarárunum. Þá hafa Rússar,
þvert ofan í gerða samninga, gert Rúmeníu, Búlgaríu, Al-
baníu, Pólland, Júgóslafíu og Ungverjaland að leppríkjum
sínum, sem ekki verða einungis að hlíta boði þeirra og banni
um utanríkismál, heldur og skipulag, stjórnarhætti og réttarfar,
og hafa í þessum löndum verið drýgð skelfilegri réttarmorð, en
dæmi voru til í Þýzkalandi á fyrstu ríkisárum Hitlers. Þá hafa
Rússar og verið ærið afskiptasamir um mál Finna og Tékka,
en frelsisást og menning þessara tveggja þjóða er svo rótgróin,
svo viðurkennd og virt um allan hinn menntaða heim, að
Rússar hafa talið heppilegt að fara varlega í sakirnar fram að
þessu, en virðast nú mjög vera að herða átökin, einkum í
Tékkóslóvakíu, jafnvel svo að sjá, að nú eigi að beita tékk-