Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 13
JÖRÐ
203
ir að her Hitilers yrði á undan Breturn til þess eylands í höfum
norður.
Överland segir í ræðu sinni frá 1937:
„Sambandið milli Trotzkisinna og Nazista virðist mér fárán-
leg hugmynd og síður en svo trúleg. Og þar sem gerð er til-
raun til þess að sanna þetta samband með dæmum, sem við
getum gengið úr skugga um, lrvort hafi sannleiksgildi, verður
niðurstaðan sú, að liinir ákœrðu séu að Ijúga á sjálfa sig.
(Leturbr. mín. — G. G. H.)
Þá er einn af þeim, Holtzrnann, játar að liafa hitt Trotzki
á Hótel Bristol í Kaupmannahöfn — nokkrum árum eftir að
hcelt var að starfrækja það hótel, þá virðist mönnum játningin
ekki sérstaklega trúleg. (Leturbr. mín. — G. G. H.).... Ennþá
lakari er þó sagan um för Pjatakovs til Noregs. í desember
1935 á hann að hafa komið hingað í þýzkri flugvél — sem lent
hafi á flugvelli í nánd við Osló, og sagt er, að hann hafi ekið
í bíl af flugvellinum hálftíma leið til hverfis af einbýlishúsum
í útjaðri borgarinnar. En í desember 1935 kom engin þýzk
flugvél til Kjeller, — Ringkollen, þar sem Trotzki hafðist
við í tvo, þrjá daga, er ekki hverfi af einbýlishúsum í útjaðri
borgarinnar, og til Ringkollen er ekki unnt að aka í bifreið á
hálftíma. En hvað skal segja, fyrst Pjatakov sjálfur hefur játað
þettaV' (Leturbr. mínar. — G. G. H.)
„Allt saman er þetta gersamlega óskiljanlegt," heldur Över-
land síðan áfram. „Allar þær opinberu tilkynningar, sem ég
hef hingað til lesið, eru frámunalega ósennilegar, og óhugnan-
legast er það, að maður skuli alls ekki geta fundið neitt í hinum
opinberu plöggum, sem geti gert það skiljanlegt, livað liafi
komið hinum ákærðu til að drýgja þá glæpi, sem fullyrt er,
að þeir hafi gert sig seka um að fremja.“
Hér á eftir fer niðurlagið á ræðu Överlands. Þar sem hann
notar orð, sem margir mundu þýða rétttrúnaðar- eða
hókstafstrúar-kornmúnisti, nota ég orðið náttúrukommúnisti
(en það orð hef ég notað í allmörg ár í ræðu og riti um þá
menn, sem af innri þörf,- sér til andlegrar Ireilsuverndar,
ö'úa í blindni á kenningar Kommúnistanna rússnesku og til-
komu sœlurikis þeirra hér á Jörðu — þ. e. „liafa skipt þrá sinna