Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 163
JORÐ
353
um, daufur roði var í ásjónu hennar, augun í henni Ijómuðu og
hún var svo lagleg, að það var einsog í henni væru samansafn-
aðir dýrir safar allra Suður-Fjóns sólmettuðu aldina. Hún
liorfði á Sören, sem sat álútur og hreinsaði pípuna sína og þurfti
einskis með nema að hafa næði. En það gat hann nú einmitt
ekki með neinu móti fengið.
,,Ég fór að hitta Kristínu í dag,“ sagði Katrín.
,,Já, einmitt það. Það var ógn almennilegt af þér.“
„Henni líður hreint ekki vel.“
Sören ók sér dálítið, liann lét axlirnar síga enn betnr og svo
andvarpaði hann:
„Já, þú telur, að Kristínu líði ekki sem bezt?. . . . “
„Hversvegna getum við ekki tekið Kristínu heim? Hún ei
til með það.“
„Nú, er hún til með það?. . . .“
„Já, hún er alveg til með það. Og hún-er svosem velkomin."
Sören varð hreinlega að hrúgu. Samt heyrðist þetta í hon-
um:
„Já, ef Kristín er alveg til með það að koma heim, þá er hún
svosem velkomin. . . .“
Svo kom Kristín heim. Og ég heyrði hana og Katrínu talast
við svo þýtt á syngjandi Suður-Fjónskunni, meðan þær unnu
eldhússtörfin léttan og hljóðan, svo duglega og samtaka.
Tvær ungar stúlkur, fullar af hjartagæðum, heitu blóði og
heilbrigðri skynsemi!
Dag nokkurn sá ég Sören brosa. Við heyrðum þessi ummæli
utanúr eldhúsinu:
„Kaup þú þér hatt, Kristín. Ég hef fengið svo mikið undan-
anfarið, einsog vant er fyrsta tímabilið. Ég hef nóg af öllu.“
Það leyndi sér ekki, að Sören var snortinn. Hann tautaði:
„Hún er góð telpa, lnin Katrín. . . .“
Allt þetta gerðist eitthvað svo átakalaust, svo ljúft og létt, að
ég fór frá Suður-Fjóni 3. Október án þess að hafa fengið það
nokkurntíma á tilfinninguna, að neitt sérstakt hefði verið á
seiði. Sagan lá í dái. En svo mætti ég, sem sagt, Sören í fyrradag,
nokkrum árum seinna. Hann sagði, að það væru óþrif í hvor-
23