Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 102
292
JÖRÐ
fellur að ræða. Nemendurnir fengu ónóga kennslu, og við-
skiftavinir verkstæðisins ófullnægjandi vinnu og viðgerðir. Til
þess að reyna að ráða bót á þessu, var umrætt ákvæði sett í
lögin, svo að tök væru á því, að tryggja hverjum nemanda til-
sögn lærðs iðnaðarmanns, hvenær sem væri og hvar sem hann
væri að vinna. Iðnþingunum, sem um þetta mál fjölluðu, virt-
ist þetta ákvæði svo rúmt, að ekki gæti komið að sök. Og hin
fáu dæmi, þar sem árekstrar hafa orðið, eru svo einstök, að
ekki var hægt að breyta lögunum þeirra vegna, enda bar ekki
að gera það. Það verður aldrei réttlætanlegt, að meistari, með
einn eða engan svein megi hafa marga nemendur, sem hann
yrði svo að senda í ýmsar áttir til þess að vinna að viðgerðum
fyrir almenning upp á eigin spýtur. Það gætu orðið margar
og leiðinlegar rekistefnur, ef ætti að sækja meistarann til á-
byrgðar fyrir ófullnægjandi verk eða jafnvel skemmdir, þegar
svona stæði á.
Það eru því stóryrði hjá Gísla Halldórssyni, að aðeins örfáir
unglingar fái að læra iðnað. Og í ljósi þess, sem að framan er
sagt, stendur hann mjög höllum fæti þegar hann deilir á tækni-
legt uppeldi iðnnema hér á landi. Hann berst gegn helzta á-
kvæði laganna, sem tryggja nemandanum fullnægjandi tilsögnr
Hann berst fyrir því, að þeir verði gerir að iðnaðarmönnum.
sérverkamönnum, sem læri aðeins hluta af iðn sinni, í stað þess
að læra iðnina til hlýtar. Hann hafði sjálfur stórt verkstæði og
marga iðnnema, og þeir kvörtuðu í mín eyru engu síður en
nemendur annarra verkstæða undan einliliða vinnu og ófull-
nægjandi kennslu.
HINN BÓGINN er það öllum vitanlegt, að á hernánrs-
árunum og undanförnum eftirstríðsárum hefur vantað
iðnaðarmenn. Landsmönnum græddist fljótt fé á stríðsárunuin
og það jók framkvæmdir þeirra, og herinn hafði miklar fram-
kvæmdir með höndum og þurfti á miklum innlendum vinnu-
krafti að halda. Atvinna varð þessvegna fljótt miklu meiri en
áður hafði þekkst, og miklu meiri en landsmenn gátu annað.
Þegar svo þar við bættist að afköst urðu lélegri með hverju her-
námsári og að vinnusiðferðið lækkaði, er ekki að undra þótt