Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 37
JCRÐ
227
maðurinn liggur út af og þrýstir höfðinu ofan í dýnuna, og
öðruhverju tautar hann sitthvað úr Biblíunni, píningarsög-
unni — verður það ósjálfrátt á, því að þó að Biblían hafi
verið frá lionum tekin og henni fleygt, þá kann hann sitthvað
úr þeirri bók.... En dóttir hans befur andstyggð á „samúð,
samvizku, óbeit, örvæntingu" — og hún lætur föður sinn skrifa
undir yfirlýsingu um, að hann krefjist þess, að „svikurunum
verði útrýmt miskunnarlaust“! (Sbr. áskorunina: „Drepið hin
andstyggilegu svín“ o. s. frv.)
Svo eru það þá hugsanir Rubashovs, þegar hann bíður dauða
síns. Ég birti hér aðeins örfáar niðurstöður um hið liðna — en
kem seinna að þeirri, sem miðast við hið ókomna:
„Flokkurinn neitaði frjálsum vilja einstaklingsins — og
krafðist jafnframt sjálfsfórnar hans af frjálsum vilja. Flokkur-
inn neitaði hæfni einstaklingsins til að velja um tvo kosti —
og- krafðist þess jafnframt, að liann skyldi velja hinn rétta kost-
inn. Flokkurinn neitaði getu einstaklingsins til að greina milli
o o o
góðs og ills — og talaði jafnframt hástöfum um sekt og svik-
semi.“
Um stjórn NR. EINS kemst Rubashov að þessari niður-
stöðu:
„Stjórn NR. EINS hafði saurgað hugsjón hins sósíalistíska
ríkis alveg eins og sumir páfar miðaldanna Itöfðu saurgað hug-
sjónina um kristilegt alríki. Fáni byltingarinnar drúpti í liálfa
stöng.“
Lífsreglan hafði verið sú, að tilgangurinn lielgaði meðalið:
„Það var þessi regla, sent hafði rofið bræðralag byltingar-
innar.“
Rtdtashov hafði skrifað í dagbók sína:
„Vér höfum varpað fyrir borð öllum siðvenjum. Eina reglan,
sem vér höfum við að styðjast, er rökrétt hugsun. Vér siglum
;*n siðfræðilegrar kjölfestu.“ v
Og Rubashov sér, að hann hefur um fjörutíu ára skeið „geng-
*ð berserksgang eintómrar skynsemi" — að ,,djúpvitundina“
I^afa þeir, hann og skoðanabræður hans, ekki hirt um frekar en
Inin væri engin til, — væri enginn örlagavaldur mannanna.
15*