Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 154
344
JÖRÐ
úðlegur við alla, enda elska lífið og' náttúruna og fegurðina.
Hvað er „jesútrú" samkvæmt ef ekki ástúð? Hver kunni t. d. að
meta börn, ef ekki Jesú? En liefur H. K. L. þá ekkert uppáhald
á börnum? Annað sýnist mér af „Atómstöðinni“ (sbr. t. d. bls.
159). Raunar er þó afstaða H. K. L. í „Atómstöðinni“ til barna
glöggt dæmi um tvískinnunginn í fari lians: Hann vill helzt
ekki viðurkenna föðurrétt og jafnvel ekki móðurskyldu heldur
ofurselja börnin liinni viðurstyggilegu ófreskju, Ríkinu (sbr.
áðurumrætt). Hvorki bendir þetta til viðkvæmrar tilfinningar
gagnvart barninu né mjög rótgróinnar hollustu við náttúruna
— slíkt væri ekki „lífeðlisfræðilega rétt“, svoað ég tali mál „org-
anistans". — Hvar eru í heimsbókmenntunum til lýsingar á
ástúð í umgengni, ef ekki í bréfum Páls postula? Hvar er virðu-
leg ástúðarstilling, ef ekki í því, er Jesús tók kossi Júdasar —
og í Píslarsögunni yfirleitt? — „Skoðið hagablómin. Ekki var
Salómon í dýrð sinni svo skrýddur sem eitt af þeim“. Lýsir
þetta ást á náttúrunni og fegurðinni eða ber það ekki slíkri ást
vottinn? Og svo segir H. K. L. í „Atómstöðinni" bls. 201:
„Til þess er kristindómur, að maður sjái ekki hlíðina“. —
Er ekki fegurð í ódauðlegum spakmælum Jesú, Páls og Jó-
hannesar? Eru sögui'nar um alabasturbuðkinn og hórseku kon-
una ekki fagrar? Og svo segir H. K. L. í „Atómstöðinni": Höf-
undar nýjatestamentisins báru ekki skyn á fegurð". (Bls. 148).
Er kannski meiri lotning fyrir lífi, náttúru og fegurð sýnileg
í fari Pólítbýró, Kominform 8c Co?
„4. boðorðið": Gættu þess að njóta skýlausrar virðingar
sjálfs þín — kærðu þig hvergi hvað aðrir halda um þig. —
Hverjir voru „sjálfstætt fólk“ ef ekki lærisveinar Krists í frum-
kristninni? „Er þú gefur ölmusu, þá viti vinstri hönd þín ekki,
livað sú hægri gerir“. Hvað er sjálfsvirðing, ef ekki svona
hlutir? „Er þér fastið, þá verið ekki daprir í bragði einsog
hræsnararnir, þvíað þeir gera ásjónur sínar torkennilegar, til
þessað menn geti séð, að þeir fasti.“ — Hver er vandur að virð-
ingu sinni, ef ekki Páll, þegar hann gerði sig ekki ánægðan
með annað en að fangelsisstjórinn bæði hann opinberlega af-
sökunar, er liann hafði haft liann fyrir rangri sök og ætlaði svo
er hann komst að því, að sleppa honum á laun?