Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 34
224
JÖRÐ
Hinn gamli, erlendi byltingarforingi er nú orðinn hálfruglað-
ur, og hann telur sér trú um, að auðvaldsskálkarnir hafi vísað
honum á ranga lest, og hann hressir upp ’á sig með voninni um
það, að hann muni þó alltaf, áður en yfir ljúki, komast til
draumalandsins.
Rubashov er ákveðinn í að láta ekki kúgast til að já'ta á sig
neitt af því, sem hann er sakaður um, því að frá sannkommún-
istísku sjónarmiði er hann ekki sekur um annað en að hafa ver-
ið andstæður stefnuframkvæmd NR. EINS og viljað losna við
hann frá völdum, ef hanndiefði séð til þess nokkur ráð, og þau
hefur hann einmitt engin séð. En hinn innri maður Rubashovs
segir honum til um það, að hann sé allt annað en saklaus gagn-
vart meðbræðrum sínuxn og þeirri hugsjón, sem fyrir honum
vakti, þá er hann hóf starfsemi sína gegn ranglæti, harðýðgi og
spillingu hins gamalrússneska skipulags og stjórnarfars. Hins
vegar býr svo með honum uggur um, að NR. EINN kunni að
hafa rétt fyrir sér, já, og það, sem meira er — þessi tilfinning
verður stundum að von, því að ef svo væri, að NR. EINN hefði
á réttu að standa, en Rubashov sjálfur væði villu og svíma,
þá gæti hann þó huggað sig við það, að líf hans hefði ekki hin
síðari ár verið þjónusta við hin djöfullegustu öfl manneðlisins
og mannlífsins, heldur starf til undirbúnings komandi ham-
ingjudögum alls mannkyns. Lýsingar höfundarins á því, hvern-
ig hin ýmsu viðhorf vegast á hið innra með Rubashov, öll búin
bitrum vopnum þrautþjálfaðrar skynsemi, en hafandi mis-
skipt fylgi löngum niðurbældra en ákafra tilfinninga, er mjög
glöggur vottur um skáldgáfu og snilli höfundarins, þar eð dul-
skyiggnt innsæi og hárnákvæm rökvísi sameinast þarna í full-
komnu listrænu jafnvægi. Við fylgjumst af eftirvæntingu með
hverri smábreytingu á gengi viðhorfanna, því að þær eru ávallt
ávöxtur nýrra og nýrra athugana, sem eiga sér djúpar ræ-tur í
jarðvegi mannvits og mikillar og margvíslegrar reynslu, nu
yljuðum af heitum lindum tilfinningalífsins, — og við finn-
um gjörla, hvernig hin innri barátta veikir viðnámsþrótt
Rubashovs smátt og smátt og léttir starf frummannsins Glet-
kins, sem hefur verið falið að lokka og pynda hann til fyllstu
játningar og viðurkenningar á öllum þeim sakargiftum, sem