Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 89
JÖRÐ
279
og afskekkt héröð um allt land virðast enn vera á valdi Komm-
únista (eða þá ræningja, sem þar eru landlægir).
JAFNFRAMT þessum hernaðaraðgerðum var mikið um
að vera í Tsjúngking, og síðar í Nanking, á stjórnarmálasvið-
inu. Snennna árs 1946 sömdu Miðstjórnarmenn og Kommún-
istar með sér vopnahlé meðan tilraun væri gerð, fyrir milli-
göngu Marshalls, að sameina þjóðina. Vonir stóðu til, að þetta
mundi takast. Uppkast var samið að stjórnarskrá og ákveðið
að kalla saman þjóðþing. Með því átti að vera lokið einveldi
Kuomintang, og Kommúnistunum veittur réttur til þátttöku
í stjórn landsins.
En þessar vonir brustu við herferð Miðstjórnarinnar í Mand-
sjúríu. Og með haustinu var úti um allt samkomulag. Þegar
þjóðþingið kom saman í Nanking 15. nóvember, sendu Komm-
únistar enga lulltrúa á það, og „Alþýðuflokkurinn“, einn hinna
minni flokka, fór að dæmi þeirra. Þrátt fyrir þetta samþykkti
þingið stjórnarskrárfrumvarpið, sem áður getur.
Stjórnarskráin má í sjálfu sér teljast vel viðunandi fyrir
Kommúnistana, oger það að þakka Tsjang Kai-Sjek, sem beitti
sér fyrir því, livað eftir annað, að hægri armur Kuomintang
skerti frumvarpið ekki um of. Stjórnarskráin gengur í gildi á
jóladag 1947. Skoðanir eru skiptar um framkomu Kommún-
ista í málinu. Þeir hafa vissulega sýnt lítinn samstarfsvilja,
en aðalmeinið mun þó vera hin rótgróna tortryggni flokkanna
hvors til annars. Annars hefur fylgi Kommúnista meðal þjóðar-
innar vaxið svo mjög á seinni tíð, að litlar líkur eru til, að
þeim verða útrýmt liéðan af með vopnavaldi.
Margir Kínverjar ásaka Bandaríkjamenn harðlega fyrir
framkomu þeirra og kenna þeim um núverandi öngþveiti.
Vinsældir þeirra frá stríðsárunum þurru og fleiri og fleiri
kröfðust þess, að þeir yrðu á brott með her sinn. Þessar ásak-
anir virðast ósanngjarnar. Fjandskapurinn milli Kuomintang
°g Kommúnistanna er tuttugu ára gamall. Hann er því ekkert
stundarfyrirbrigði, sem Bandaríkjamenn eigi sök á, enda hafa
þeir nú flutt her sinn burt úr landinu og lýst yfir því, að þeir
séu hættir öllurn tilraunum til að sætta flokkana. Eftir eru þó