Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 148
338
JÖRÐ
á steina). „Organistinn“ er handhafi liennar og miðill. í húsi
hans (og á göngum sínum milli húsanna) heyrir hún svo sitt-
hvað fleira um lífið og tilveruna frá öðrum sjónarmiðum, yfir-
spennt og öfgafullt.
„Organistinn" er fulltrúi þess, sem H. K. L. veit bezt og
sannast um viðhorf til lífs og tilveru. Hann er fullur mildi og
örlætis, óraskanlegur í ró sinni og ástríðuleysi, sæll í því að
hlúa að fegurð blóma, hugmyndakerfa, rökvísi, tilfinninga og
háttprýði, en gerir að öðru leyti ekki mun á glæpamönnum,
skækjum og „betri borgurum"; ekki heldur á „glæpaverkum“
og öðrum verkum. Smekkleysutal hans við Uglu um myndlist,
neðst á bls. 60, tel ég helzt yfirsjón hjá höf., er ekki þurfi að
taka til greina við heildarmat á persónu „organistans“. í mati
lista leggur hann mest uppúr því, að listaverkið sé nútímskt
(ekki sem verst Kiljanska, eða hvað?): Skáldskapurinn byggður
á nýjustu fræðikerfum náttúruvísindanna; myndlist sem fjærst
því að vera af nokkru, er dagvitund fær séð; tónlist sem fjærst
því að vera þægileg „óþjálfuðu“ eyra. í stuttu máli: „Organist-
anum“ finnst heimurinn orðinn alveg óbrúklegur; það verði
að lwolfa honum alveg við og hella úr honum öllu, sem ekki er
rótfest í náttúrunni (eða ég veit ekki hverju). Til tákns um
þetta, að því er virðist, aðhyllist hann flest, sem er öfugt við
það, sem hingað til hefur verið viðurkennt.
„Siðferði er ekki til í hlutunum," segir hann. „Og það er
ekki til neitt siðgæði, aðeins mismunandi hagkvæmar venjur.
Hjá einum þjóðflokki er það glæpur, sem hjá öðrum er dyggð;
glæpur eins tíma er dyggð annars, jafnvel glæpur einnar stéttar
innan sama þjóðfélags á sama tíma er dyggð annarrar. . . . Við
liifum í dálítið óhagkvæmu samfélagi.... en. . . . maðurinn
getur aldrei vaxið frá nauðsyn þess að lifa í hagkvæmu sam-
félagi. Það er alveg sama, hvort menn eru kallaðir vondir eða
góðir: við erum allir hér, nú, það er aðeins til einn heimur,
og í honum ríkir annaðhvort hagkvæmt eða óhagkvæmt ástand
fyrir þá, sem lifa. . . . Ætli það sé ekki svona álíka ljótt sið-
ferðilega að drekka einu staupi ofmikið einsog að vera fimm
mínútum of lengi úti í kulda?.... hvorttveggja er óhag-
kvæmt. . afturámóti mundi það særa fegurðarsmekk minn