Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 143
JORÐ
333
að forma sögu, þó að honum skeiki annað veifið. Sögur eins
og Drottijvn blessi heimilið, Kvislingur og Draumurinn og
prinsijui eru ekki neitt reigings og mannaláta tungutal. En
Bender á mikið ólært um meðferð málsins — og stíllinn er víða
hnökróttur.
MAÐUR KEMUR OG FER er enn eitt smásagnasafnið.
Höfundur þess er Friðjón Stefájisson. Sögurnar eru all-
margar, en aðeins stöku sinnum bregður fyrir einhverju því,
sem til þess gæti bent, að sá, sem þær hefur skrifað, hafi nokkuð
til brunns að bera sem sagnaskáld. Sagan Fúsi i Gerði er sæmi-
leg smásaga, en þó þyrfti að strika út allt það í upphafi hennar,
sem víkur að fyrirhuguðum afdrifum lambanna. í fyrsta lagi
hefur höfundi tekizt mjög klaufalega að orða þær hugleiðing-
ar. í öðru lagi koma þær eins og fjandinn úr sauðarleggnum.
í þriðja lagi eru þær óraunhæft slúður og upptugga eftir því
fólki, er sækir speki sína þangað, sem vitringar hafa lagt meiri
stund á að horfa á naflann á sjálfum sér heldur en að bæta úr
því ástandi í kringum sig, er af sér leiðir hungurdauða og drep-
sóttir. í fjórða lagi er það engu skárra að taka á móti dilkum
sem kaupfélagstjóri, sjá um slátrun og sölu á þeim og færa ket
og slátur inn í verzlunarbækur, heldur en að reka dilka í kaup-
staðinn til slátrunar. Og í fimmta lagi er það þvættingur og í
rauninni hreinn og beinn rógburður um Fúsa í Gerði, að hann
hafi, þegar hann var að verma lömbin inni á brjóstinu á sér í
vorhretunum, verið að hugsa um slátrun þeirra á komandi
hausti, — svo mikið þekki ég þó þann mann, eftir lestur sög-
unnar — og mér finnst framkoma höfundarins í lians garð
beinlínis hárug. Það má mikið vera, ef slíkur maður er ekki
kommúnisti!
Reykjavík, í marz 1948.
Leiktu dátt við draumagnótt,
dagur og nátt er finnast.
Við grátinn láttu hjartað liljótt
heilum sáttum mynnast.
(Sv. J.)