Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 35
JÖRÐ
225
heppilegt hefur verið talið á liann að bera. Það er þá líka hægur
vandinn að leggja hann vopnum, sem hann hefur sjálfur hvatt
og talið helgast af tilganginum. Þegar hann hefur ákveðið að
játa sig að vissu marki sekan, eru lesin yfir honum orð, sem
hann hefur sjálfur skrifað:
„Að okkar dómi gerir góð meining enga stoð. Sá, sem hefur
rangt fyrir sér, verður að gjalda sína skuld. Sá, sem hefur rétt
f-yrir sér, mun hljóta sýknu. Það er lögmál vort.“
Og ennfremur:
„Það er nauðsynlegt að hamra sérhvert boðorð inn í almúg-
ann nxeð endurtekningu og einfaldleika. Það, sem skal haft
fyrir satt, skal glóa sem gull — hitt, sem ’rangt skal kallast,
verður að sýnast svart sem bik. Til þess að stjórnmálalegar að-
gerðir gangi i fólkið, verður að skreyta þær eins og piparkökur
á sölutorgi.“
Og frummaðurinn, sem á að knýja frarn játninguna, maður-
inn, sem hefur verið kennt að líta ekki á „veröldina sem eins
konar dulrænt hóruhús" — og vanizt hefur því að telja „samúð,
samvizku, óbeit, örvætningu, iðrun og friðþægingu" „viðui'-
styggilega siðspillingu“ — hann segir við Rubashov:
„Stefna Alþjóðasambandsins varð að beygja sig undir stefnu
okkar í innanlandsmálum. Sérhver sá, sem ekki skildi þessa
nauðsyn, hlaut að tortímast. Hópúm saman urðum við að
óeyða beztu stai'fsnxenn okkar í öðrum löndum álfunnar. Við
horfðum ekki í að brjóta í mola okkar eigin sarntök erlendis,
þegar hagsmunir höffiðvígisins kröfðust þess. Við horfðum
ekki í að hafa samvinnu við lögregluna í afturhaldslöndunum
['l þess að bæla niður uppreisnarhiæyfingar, sem ekki voru
tiinabærar."
Oletkin segir líka:
>,Stefna andstöðunnar er röng. Hlutverk yðar er að gei'a and-
stöðuna fyrirlitlega, að fá almúgann til að skilja, að andstaðan
se glæpur og forvígismenn andstöðunnar séu glæpamenn. Það
er kið eina orðalag, sem almúginn skilur. . . . Félagi Rubashov,
eg vona, að þér hafið skilið hlutverk það.'er Flokkurinn hefur
'alið yður.“
15