Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 202
392
JÖRÐ
Mig langaði til að fara til Ragnheiðar, cn ég vissi, að ég mætti
það ekki. Þess vegna sat ég kyrr, en þó eins og á glóðum. En
strax að lokinni blessun stóð móðir mín upp og fór inn í bæ til
þess að sjá um góðgerðir handa kirkjufólkinu, því að það var
venja, að það kæmi inn og þægi kaffi, áður en það legði af stað
heimleiðis. Eg stóð upp í skyndi og fór með mömmu, og strax
og við komum inn, sagði ég við hana:
— Hvað gekk að henni Rönku? Hún grét svo sárt í kirkjunni
og titraði af ekka.
— Hvenær var það? Ég tók ekki eftir þessu.
— Hvenær það var? Það var, þegar presturinn var að biðja
fyrir hjónunum á Bala og litla drengnum þeirra.
Móðir mín svaraði ekki strax, svo að ég hélt þá áfram:
— Hvers vegna bað hann ekki líka fyrir litla drengnum
hennar Rönku?
Nú svaraði mannna, og ineð nokkrum þunga:
— Það er siður, að biðja fyrir börnum og foreldrmn þeirra,
ef börnin fæðast í hjónabandi, annars ekki.
— Guð hjálpi mér! hrópaði ég. — Má þá kannski ekki lield-
ur skíra drenginn hennar Rönku, sem er svo fallegur og efni-
legur?
— Jú, jú, barn, sagði móðir mín, en mér sýndist henni vera
ósköp órótt.
— En því má ekki biðja fyrir honum? Vill Guð ekki varðveita
hann og vera hjá honum, af því að pabbi hans er ekki hjá þeim,
honum og mömmu hans? Og vill Jesús ekki vera bróðir hans
eins og okkar? Og ég fór nú að skæla, grét næstum því eins ákaft
og Ranka.
Marnma mín hallaði mér að sér og sagði:
— Vertu róleg, barnið mitt! Guð er með öllum og elskar alla.
Mennirnir hafa sett þessi lög, en ekki Guð. Það er rétt hjá þér:
Þetta er Ijótt, og það hlýtur að verða afnumið. Presturinn okk-
ar biður auðvitað Guð að vera lijá ölum börnum sínum, þó að
hann geri það ekki í kirkjunni.
— Æ, það er gott, mamtna mín. Bara að presturinn gleymi
því þá ekki. En nú langar mig ekki til að fara aftur í kirkju. Eg
vil ekki sjá svona aftur, þó að ég missi þá af söngnum og tóninu.