Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 137
JORÐ
327
unglinga geti haft bókmenntalegt gildi. Raunar eru miklir erf-
iðleikar á því að samræma það uppeldislega og fagurfræðilega.
Höfundurinn finnur sig ærið bundinn um stíl og þá orðaval
— en einnig atburðalýsingar. Frú Ragnheiður hefur í Dóru
valið mjög heppilegt form, forrn, sem lætur henni með ágætum
— og auk þess hefur þann kost, að hún þarf aldrei að tala í nafni
sjálfrar sín. Og að mínum dómi eru hin þrjú bindi um Dóru
ekki aðeins ágætar sögur handa unglingum, heldur skemmtileg-
ar og athyglisverðar liverjum sem er — og tel ég þær hiklaust í
röð merkra íslenzkra skáldrita, jafnt fyrir sakir stíls, mann-
lýsinga og þeirrar lifandi myndar, sem þar er brugðið upp af
einu því sviði þjóðlífsins, sem ekkert hefur verið um fjallað,
minnsta kosti ekki að gagni.
ý SKUGGA GLÆSIBÆJAR, sem út kom 1945, var annars
fyrsta langa skáldsagan eftir frú Ragnheiði, sem mér fannst til
um. Gerð sögunnar, samræming stíls og efnis og hinar hverri
annarri mjög ólíku mannlýsingar — allt þetta sýndi glöggt, að
þarna var á ferðinni skáldkona, sem hafði til brunns að bera
allmikla leikni, smekkvísi og mannþekkingu. Og efnið, sem
hún hafði valið sér, var nýstárlegt í bókmenntum okkar, og þó
að hún lýsti því innan ef til vill þrengri takmarka en æskilegt
hefði verið, þá voru þó tök hennar örugg. En í Dóru hefur hún
svo komizt lengra en hún komst lengst í þessari sögu.
OG SVO KOM VORIÐ er lítil bók og yfirlætislaus. Höfund-
ur hennar er Þórleijur Bjarnason, sá hinn sami og skrifaði
Hornstrendingabók — og annars er kunnur lesendum JARÐ-
AR af sérkennilegri lýsingu á ferð yfir Hvammsfjörð og villu
til Brokeyjar, þar sem bjó hið vinsæla rímnaskáld, Hákon, er
kenndur var jafnan við eyna. Saga Þórleifs er vel skrifuð og
hressileg, ber vott um góða athyglisgáfu og glöggskyggni á sér-
kenni manna — og hún vitnar einnig greinilega um það, að
höfundurinn er frjáls maður, ekki bundinn neinni kreddu eða
tízku, — og þætti mér ekki ólíklegt, að síðar muni frá honum
sjást skáldverk, sem sé á sviði skáldskaparins ekki ómerkara en
Hornstrendingabók á vettvangi þeirra rita, er um svipuð efni
fjalla.