Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 133
JÖRÐ
323
sögum hans, sem gefur óyggjandi í skyn, að á sviði skáldskapar-
listarinnar liafi hann haft verulegt til brunns að bera. Það er
yfir henni blær ógnþrunginna og miskunnarlausra skapa, eitt-
livað dulrammt og feiknþrungið, svo sem í veröld þess manns,
sem hið ytra er hverja stund umsetinn hamrömmum og óræð-
um höfuðskepnum og finnur sér ógna hið innra villield hinna
styrkustu og trylltustu ástríðna mannlegs frumeðlis, — engan
frívilja á að stóla, aðeins — aðeins ósjálfráð viðbrögð hins frum-
stæða lífsvilja, — samtímis því sem ormar blautlegra trúar- og
siðferðiskenninga naga rætur máttarins til náttúruvilltrar sjálfs-
varnar á mótum lífs og dauða. . . .
R.IMAR VIÐ BÖLKLETT og KRÓKALDA eru nöfn
U tveggja samstæðra skáldsagna eftir Vilhjálm S. Vilhjálms-
sonj blaðamann, og eru það fyrstu skáldsögurnar, sem frá hans
hendi hafa komið, þó að hann hins vegar sé fyrir löngu orðinn
kunnur af öðrum ritstörfum og af fyrirlestrum sínum í útvarp.
Sögurnar kornu út 1945 og 1947. Þær gerast í sjóþorpi einu á
Suðurlandi, auðsjáanlega austanfjalls. Þar er enn einráð dönsk
selstöðuverzlun, sem er arftaki hinnar illræmdu einokunar —
og eru verzlunarhúsin ntjög forn, eftir því sem talið er hér á
landi. Og forn eru yfirráðin yfir fólkinu. En í landinu yfirleitt
er komin á mikil hreyfing um lausn úr öllum gömlum viðjum,
jafnt þeim, sem lög helga ekki — eins og hinum. Verkamenn,
sjómenn og bændur víðs vegar um land eiga sín samtök, verka-
lýðsfélög, pöntunarfélög og kaupfélög — og það, sem er máski
höfuðatriðið: Virðingin fyrir hinu forna valdi og handhöfum
þess er víða með öllu farin út um þúfur hjá þorra manna. Því er
það, að strax og viðskiptamenn og vinnuþegar í sjóþorpinu
austanfjalls hafa uppgötvað það, að fjötrarnir, sem þeir hafa
tekið að erfðum, eru lítið annað orðnir en viðjar vanans, er
meira en hálfur sigur unninn. Hið danska verzlunarvald hefur
fundið leika um sig andblæ þeirra vorvinda, sem annars staðar
á landinu hafa feykt um koll stoðum virðingar þess. gróða þess
og yfirdrottnunar. Það finnur þær þegar riða í þorpinu Skerja-
firði — og svo vill það þá ekki bíða sömu örlaga og þegar hafa
orðið hlutskipti þess víða hjá hinni áður fyrrum svo auðsveipu