Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 210
400
JORÐ
eitthvað vanheilagt, — honum er það vanheilagt. . . . Halt þú
þeirri trú, sem þú hefur meðsjálfum þér fyrir Guði. . . . En sá,
sem er efablandinn, er dæmdur. . . . af því það er ekki af trú;
en allt sem ekki er af tru, — er — synd.“ Enn fagnaðarerindið
um truna hina einföldu, traustu sannfæriugu um hluti, sem
eru utan og ofan við úrskuðarvald skynseminnar!
Hér er ekkert hálft. Hér er boðskapur heilindanna — alls,
sem er lifrœnt og því sjálfu sér samkvæmt. Engin ófullkomin,
steindauð, upptalning fyrirskipaðra og óleyfilegra verka, held-
ur „hið fullkomna lögmdl frelsisins,“ eins og Jakobs-bréfið orð-
ar það, — frelsisins í Hinum Nýja Sáttmála, þar sem kærleikur-
inn einn er skilyrði þess og takmörkun, — frelsis þess manns,
sem á Hinn Alfrjálsa Anda að Föður, — frelsis leysingja Jesú
Krists!
Skálholtsstaður
TþjRIÐJUDAGINN, 22. Júní sl., var flutt crindi í Ríkisútvarpinu, til að
minna þjóðina á Skálholtsstað, sem vænta má. að ýmsum verði
eftirminnilegt.
Árið 1956 verða 900 ár liðin síðan biskupsstóll var bar reistur af
Isleifi biskupi Gissurarsyni, manni af göfgasta kyni, en sonur hans,
Gissur, varð þar eftirmaður hans og er talinn hafa verið einhver mest
háttar maður, af íslenzku bergi brotinn. Hann gaf þjóðinni staðinn til
þess, að þar skyldi æfinlega biskupssetur vera. Að vísu geta slík
ákvæði, jafnvel svo göfugs manns, ekki skuldbundið alln eftirkom-
andi tíma. En s a g a Skálholts varð af þessari tilhlutan svo niikil og
merkileg, og Skálholt sjálft sá þjóðarhelgidómur, að mikla þjóðlega
niðurlægingu þurfti til þess, að koma staðnum í þá niðurlæging, sem
orðið hefur hans hlutskipti. En „svo má illu venjast, að gott byki“. Þó
þarf til þess mikla grunnfæmi í sjálfstæðismetnaðinum þjóðarinnar
vegna, mikið þjóðlegt og menningarlegt rótleysi, að skilja það ekki.
þegar svo vel hefur verið á bent sem í ofangreindu erindi, að þjóðar-
sæmd liggur við, að Skálholti verði sýndur fullur sómi á s í n u s ö g u-
1 e g a s v i ð i: hinu kirkjulega, þegar halda skal 9 aldar afmæli þessa
næstmesta sögustaðar íslenzku þjóðarimiar. En þá er heldur ekki
seinna vænna að fara að ræða málið í f u 11 r i alvöru.