Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 77
JÖRÐ
267
ins, framferði æðri embættismanna, pólitísk mál og hagfræði-
mál, utanríkismál og njósnir erlendra stórvelda. Að þessu leyti
hefur Stalin töglin og hagldirnar, og eru því engar ýkjur, að
hann sé voldugasti maður Rússlands. En hann er ekki alvaldur.
hað er Stjórnmálaráðið eitt.
Þegar Stalin er ekki önnum kafinn við sín geysimörgu störf,
> skemmtir hann sér við lestur og les bæði rússneskar og erlendar
bækur. Uppáhaldshöfundar hans eru ádeiluskáldið Saltykov-
Schedrin, Tjechov og — von Clausevitz. Hann er ágætlega að
sér í kommúnistiskum bókmenntum og vitnar oft í Marx, Eng-
els og Lenin til að sýna, eða reyna að sýna, að hann sé arfþegi
þeirra. Honum þykir gaman að spila biljard og hann er mjög
söngelskur, einkum finnst honurn gaman að þjóðvísum. Beztu
vinir hans eru Vorosjilov, Mikojan og Molotov.
AF HINUM meðlimum Stjórnmálaráðsins eru fæstir kunnir
erlendis, nema að nafni.
í stól nr. 1 við græna borðið situr Andrej Andrejev, yfir-
maður búnaðarráðuneytisins og hægri hönd Stalins í flokkn-
um. Hann er einn af elztu meðlimum ráðsins, 51 árs að aldri, af
bændaættum og upprunalega verkamaður. Hann er yfir með-
alhæð, svarteygur og hvasseygur, en andlitið óásjálegt. Hann er
stirðlundaður og ómannblendinn, kaldranalegur og ósveigjan-
legur, og á stöðugt í höggi við hina mollulegri meðlimi ráðsins.
Við undirmenn sína er hann hrokafullur. „Þér hafið ekki leyfi
til að hafa neina skoðun. Hér er það mín skoðun, sem ræður, og
hún er einnig yðar,“ er hann vanur að þruma. Hann er enginn
stjórnmálamaður, skortir þekkingu og pólitískan skilning, en
hann er áhrifamikill og duglegur athafnamaður. Hann gengur
í einkennisbúningi og á háum hælum, til að sýnast hærri.
Næstur Andrejev er maður gerólíkur lronum, fyrrverandi
skólakennari og húsameistari Lavrenti Beria (47 ára), og er
hann mestur andans maður þeirra allra. Hann hefur notið góðs
uppeldis, er stilltur maður og rólegur með hátt og hvelft enni
og gengur með nefklemmur. En þrátt fyrir það stendur þjóð-
inni samt ef til vill mestur geigur af honum. Hann er yfirmað-
ur leynilögreglunnar og deildarinnar fyrir öryggi ríkisins, auk