Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 62
252
JÖRÐ
á sér ekki takmörk rúmsins, sem mælt verður, né tímans, sem
talinn er, þeir hafa tekið sér sinn guð, skapaðan eftir þeirra
eigin þörfum, þrumuguð, sem skelfir, svo að hinn skjálfandi
reyr þeirra skjálfi ekki að ófyrirsynju og til spés og aðhláturs,
guð, sem er grimmur og blóðþyrstur, svo að hægt sé að eiga
kaup við hann og færa honum blóðfórnir.
Einungis með þetta í huga, verður það skilið, að menn, sem
eru gáfaðir, vel uppfræddir, gæddir snilligáfum — og auk þess
ýmsir mjög grandvarir í öllu sínu eitikalífi, geta samþykkt
livers konar ofbeldi, frelsisskerðingar, pyndingar, réttarmorð,
hungurfórnir og blóðsúthellingar að ráðstöfun átrúnaðargoða
sinna, ímyndandi sér, að hágöfugur tilgangur sé á bak við —
og munu halda áfram að segja já og amen við öllu slíku, unz
járntjaldinu hefur verið svipt frá hofi goðsins og því steypt
af stóli. Halldór Kiljan Laxness segir í Kaþólsk viðhorf á
blaðsíðu 21:
„Og vér vitum, að þótt heilögustu embætti Kirkjunnar væri
lögð á lierðar óarga dýrum, og þótt páfinn í Róm væri var-
úlfur, þá gœti hann ekki lýst neinu yfir í nafni Kirkjunnar,
sem ekki væri sannleikur; það mætti eins vel halda því fram,
að Sólin mundi hætta að skína, ef allir menn á Jörðunni yrðu
blindir." (Leturbreytingar höfundarins sjálfs, H. K. L.).
Þarna kemur fram hinn sami blindingjahæfileiki til átrún-
aðar á óskeikulleika eins og birtist í trúnni á Stalin og mun
síðar sýna sig í trú á hvern þann, sem skipar eftir hans dag há-
sæti hans í vatíkaninu Kremlin við Rauða torgið í hinni helgu
borg Kommúnismans, Moskvu, — því að vér vitum, að þótt hin
heilögustu embætti Ráðstjórnarríkjanna væri lögð á herðar
óarga dýrum, og þótt Hinn Mikli í Moskvu væri varúlfur, þá
gœti hann ekki lýst neinu yfir í nafni Ráðstjórnarríkjanna,
sem ekki væri sannleikur; það mætti eins vel halda því fram,
að Sólin mundi hætta að skína, ef allir menn á Jörðunni yrði
blindir. . . . Trúin á óskeikulleika páfans — eða goðsins í
Moskvu er sem sé studd hinni þrýnustu þörf, því aðeins i
krafti þeirrar trúar eru þeir, sem hana hafa tekið, sterkir og
víllausir, — Sólin mundi myrkvast þeim, Jörðin skjálfa og
björgin klofna og fortjald musteris þeirra rifna frá ofanverðu