Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 125
JÖRÐ
315
ingjadóttur — sýnir, hversu andstæð ytri aðstaða, uppeldislegt
misræmi, margra ára náinn trúnaður og heitar ástríður verða
sífellt áhrifavaldar í samskiptum þeirra, gera þar allt ótryggt,
orka á viðbrigði þeirra gagnvart öðrum — og leiða loks til þeirra
atvika, sem valda honum aldurtila, en henni því misræmi milli
stórbrotinna tilfinninga, sem býr henni alla ævi það jafnvæg-
isleysi, er fram kemur í hinum ýmsu frásögnum Njáls sögu, unz
stoltið og höfðingsskapurinn hafa fallið í valinn, en skaphark-
an og glóðir mikilla ástríðna eru eftir sem hin einu vitni þess,
sem hinni forðum stórbrotnu konu var gefið.
SÍMON í NORÐURHLÍÐ heitir fyrra bindið af þriðjustóru
skáldsögunni, sem Elinborg Lárusdóttir hefur skrifað síð-
an 1938. Sú fyrsta þeirra, Förumenn, er þrjú bindi, en hún kom
út 1939—1940, önnur var Stratidarkirkja, 1943. SimoníNorður-
hlíð kom út 1945, og svo kom framhaldið, Steingerður, nokkru
fyrir jólin í vetur.
í Símon í Norðurhlíð er fyrst sagt frá Suðurhlíðarheimil-
inu, þar sem tökubörn húsbændanna, Símon og Steingerður,
eru orðin fullvaxta manneskjur og hneigja hugi saman. Þau
fá eyðijörðina Norðurhlíð til ábúðar, en hún er eign Suður-
hlíðarhjónanna, og hefur Matthías bóndi haft hana undir.
Norðurhlíð er lítil jörð, en hin ungu hjón byggja þar upj> og
hyggja gott til framtíðarinnar. Þau eru bæði dugandi og mik-
ilhæf, en allólík. Hann er afar glaðvær, skemmtinn, áhuga-
samur, duglegur við verk, er stórhuga og raunar hugsjónamað-
ur, sem er glöggskyggn á það, sem verða mætti og verða ætti.
En hann er ekki að sama skapi raunsær á það smærra, nokk-
uð státinn, dálítill losarabragur á honum — og hann er örlynd-
ari og léttúðugri en eignalausum frumbyggja hentar, en sam-
fara þessu er liann svo mjög viðkvæmur. Steingerður er föst
fyrir, raunsæ á hversdagshaginn, laus við yfirborðsmennsku, en
skortir mjög á um að geta fylgt bónda sínum á flugi hans. Hún
er skajjstór, stolt á sinn hátt, undir niðri viðkvæm og tekur
sér nærri það í fari bónda síns, sem henni finnst á annan veg en
æskilegt hefði verið. Svo keyrir þá um þverbak, þegar það kem-
ur í ljós, að Símon hefur látið braskara, sem komu í Norður-