Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 184
374
JÖRÐ
Meðan í'ögur morgunsól
mildar loft og skín á hól,
út í grasið grænt á kreik
gangið þið sem börn í leik,
viðfeldnar, vinsælar,
vorglaðar og fallegar.
Skemmtun í að skoða ég finn
skúf á nefi, var á kinn,
augnaráð og ættarmót,
ullarvöxt og grannan fót,
grannan fót, gimbrarfót,
góðan fót í klettagrjót.
Landið og starfið, — sveitalífið, — ómar og angar í hverju
hans ljóði. Ræktun og gróður er hugðarefni hans, og það í svo
ríkum mæli, að þess eru fá dæmi um skáld. Mörg beztu ljóð
lians eru innblásin af Flóru, ástvinu þessa skálds sveitalífsins.
Hann dýrkar gióðrargyðj una, eins og miðaldaskáldin dýrkuðu
Maríu mey. Og Flóra ljær ljóðum hans lit og líf og sætleika
að launum, þegar bezt tekst:
Ó, sólskin, glaða sólskin, þú vekur von og kæti
og vanga mín kyssir með inndæl fyrirheit.
Nú strjúka hlýir vindar uni vegg og þak og stræti,
og vorið er að koma. — Mig langar upp í sveit.
í borginni er lionum órótt, því sveitin og sveitastörfin kalla
á hann:
Ég get ekki sofið. Ég hugsa svo heitt
um lieilnæma vormold og gróður.
Gef bandingjann frjálsan. Hann braut ekki neitt.
Lát barnið til móður.
UÐMUNDUR INGI er ekki mikill andi, en ljóð hans
VT bera vott um barnslegan einfaldleik hugans. Og stundum
bregður fyrir einfeldni, — sem á það til að taka sér gerfi dálítið
skoplegs yfirlætis! En það er ekki umtalsvert. Því þetta er, að
öllu saman lögðu, óvenjulega heilbrigt skáld. — Ekki er þetta
þó sagt til að lasta neina aðra, því ég er ekki haldinn af þeirri
hvöt, að hæla einum á kostnað annars. Það vill bera við hér,
sem annars staðar, að þeir, sem hrífast af einhverju skáldanna,
geri sér að skyldu að níða hin og sjái ekki kosti neins nema