Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 67
JÖRÐ
257
nú síðast í Tékkóslóvakíu — hefur komið svo greinilega í Ijós,
að ekki verður um villzt, að Kommúnistar eru jafnviljalaus
verkfæri í hendi einræðisstjórnarinnar í Moskvu — eins og
Nazistar hinna ýmsu landa reyndust í hendi Hitlers og hans
nánustu samstarfsmanna.
u. „ . AÐ LOKIJM: Hvað er það, sem ofbeld-
.. . . v_/ ís- og einræðissinnar telja livarvetna smn
g 11 ni ani höfuðfjanda? er frjálsa hugsun. Þeir
vita, að fæstir selja frjálsræði sitt og sjálfstæði í hendur ofbeld-
ismönnum vitandi vits. Þess vegna er það, að hinn gildasti
þ'áttur allrar starfsemi einræðissinna í hverju þjóðfélagi er
þegar í upphafi sá, að reyna að f-lækja frjálsa hugsun í neti
blekkinga, lýðskrums og ósanninda. Og þá er þeir hafa náð
völdum, banna þeir mönnum að láta í ljós skoðanir sínar í
>æðu og riti um nokkuð það, sem verulegu máli varðar, uin
leið og þeir reyna að sjá svo um, að menn fái ekki þær upp-
lýsingar, sem geri þeim fært að hugsa frjálst. Þá er og einkis
látið ófiæistað til þess að leiða hugsun manna út á villigötur
og með langvarandi sefjun og áróðri deyfa og loks svæfa hvöt
þeirra til frjálsrar hugsunar og sjálfstæðra ályktana. Tekst of-
beldismönnunum þetta oft svo rækilega, að menn, sem upp-
haflega hafa ekki fundið þörf hjá sér til átrúnaðar á neinn ó-
skeikulan páfa, glata gersamlega tilhneigingu sinni til andlegs
sjálfstæðis.
Norðmaðurinn Odd Nansen var fangi þýzkra Nazista á ár-
unum 1941—45, fyrst í Noregi, en síðan í Þýzkalandi. Hann
bélt allan tímann dagbók í fangelsinu. Dagbókin hefur verið
gefin út, og er hún rómuð sem mjög merkilegt rit. Ég hef ekki
ennþá lesið liana, en aftur á móti sitthvað, sem um hana hefur
verið skrifað. Hið mei'ka sænska skáld og baráttumaður, Ture
Nermann, sem var lengi vel kommúnisti, en hefur síður en
svo séð sér fært að segja já og anren við framferði Ráðstjórnar-
itinar síðan 1936, birti hinn 18. október s. 1. grein, sem fjallar
um sænska Kommúnista, í hinu merka blaði Göteborgs hand-
els och sjöfartstidning. Þar minnist hann á dagbók Odds Nan-
sens, fer um hana lofsyrðum og segir síðan:
17