Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 101
JÖRÐ
i
291
armenn í Reykjavík og um 700 annars staðar á landinu, en auk
þess eru vitanlega ávallt allmargir, sem standa utan við félags-
samtökin. Nemendur voru á sama tíma í Reykjavík 940 og 480
annars staðar á landinu. í Reykjavík voru á þessum tíma um
350 málmiðnaðarmenn, en nemendur 185. Af þessum tölum
sést, að það var svo langt frá því, að heimild laganna væri not-
uð, eða að ákvæði 10. gr. laganna væri vfirleitt hindrun fyrir
eðlilegri fjölgun iðnaðarmanna. Enda má það vera ljóst, að þeg-
ar hægt er að tvöfalda tölu iðnaðarmanna í hverri iðngrein á
4 árum, fjórfalda hana á 8 árum, áttfalda hana á 12 árum og
sextánfalda töluna á 10 árum, þá hlýtur það að vera nægileg
aukning. Gerutn ráð fyrir að þessir 350 málmiðnaðarmenn
notuðu heimild sína til fulls. Á 8 árum gætu þeir verið orðnir
1400. Þótt járniðnaður sé hér í örri þróun, þá myndi hann ekki
hafa þörf fyrir nándar nærri þá tölu á næstu 8 árum. Heimild
iðnnámslaganna urn nemendafjölda liefur yfirleitt ekki verið
notuð, og jafnvel Gísli Halldórsson viðurkennir í blaðagrein,
að hann hafi aðeins haft 7 nemendur í sinni smiðju, Jötni,
á móti 14 fulllærðum iðnaðarmönnum. Er því harla undarlegt,
að einmitt Itann skyldi hamra á því, að þetta ákvæði laganna
^tæði iðnaðarmannafjölguninni fyrir þrifum.
Til frekari áréttingar má benda á það, að í árslok 1942 var
tala iðnnema á landinu 600, en í árslok 1946 um 1800, eða þre-
falt hærri. Virðist það ekki benda til beinnar lokunnar hjá iðn-
greinunum á þessu tímabili.
Á Iiinn bóginn þótti þetta ákvæði nauðsynlegt. Þróun iðn-
aðar hefur orðið svo ör hjá okkur, tala nemenda svo stór, að
hinn gamli góði siður, að hver meistari kenndi nemendum
sínum persónulega, er að mestu leyti horfinn. Nemendurnir
eru látnir vinna með sveinunum og læra af þeim og eldri lær-
lingum. Af þessu leiðir að þeir fá sumsstaðar ekki eins góða til-
stign og áður var og æskilegt er. Einnig vildi bera á því, að til
Væru meistarar, sem enga sveina höfðu og reyndu ekki að fá
en réðu til sín þeim mun fleiri nemendur og létu þá fram-
kvæma alla vinnu verkstæðisins, oft og tíðum án nokkurrar til-
Sí*gnar, þegar meistarinn þurfti að sinna efnisútvegun, pönt-
unum, reikningsskilum o. fl. Hér var því um tvennskonar mis-
19*