Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 178
368
JÖRÐ
Lítið miðar mér nú á,
mesti vandinn eftir:
í seðilinn ég setja má
svokallaðar fréttir.
Kannski ég fari að kveða þér
svo kveði við í fjöllunum,
langa sögu af sjálfum mér,
'og sitthvað hérna af Völlunum.
Þér, og öðrum, það er bert,
— það var sérhver aðréttan —
að þeir hafa úr mér gert
ekki nema sýslumann.
Þá varð mér i geði gramt,
gjörla þá ég frétti,
að þetta bölvað aula-amt,
sem amtmaðurinn setti,
setti mig i Steina stað,
störfin hans að vinna —
— ennjxi meiri aula en jtað
— ef liann mætti finna.
Held ég öllum hægt að sjá,
að hann, sem jsar var settur,
og amtmaðurinn annar frá,
er umskiptingur réttur.
Tvisvar hef ég tekið próf,
tösku lykil forsiglað,
líka hýða látið Jtjóf;
lízt þér ekki vel á j)að?
Hérna kom, með sóflinn sinn,
sem að hegnir öllum,
Beinárgerðis-Bjarni minn,
böðullinn á Völlum.
Hrólfur stundi, bólginn, blár,
blóðið dundi æða,
hélt að undir sín og sár
sífellt mundu blæða.
Hrólfur saklaus haldinn var
hýddur, þessum málum í;
hann af öðrum blakið bar,
— bölvað er að stuðla að Jtví.
Fyrsta sinni samt mér brá,
svo ég gat ei hlegið,
j)á Hrólfur hvessti augun á
okkur Bjarna greyið.
Síían hef ég keypt mér klár,
sem kastar vel úr hófunum
lil að flýja á, i ár,
undan fjandans þjöfunum.
Nú ég óttast engan hér
á því skjótta greyi,
hefur jtrótt að lialda á mér
hann á nótt og degi.
Sitthvað hefur mér nú mætt
meira en j>að, sem talið er.
Það var komið heldur hætt
hérna, fyrsta október.
Þó gaf heilög hamingjan
— luin er stundum notaleg —
að ekki allur bærinn brann
og bæjarfólkið — nema eg.
Það ég sannað segja vil,
ef svo ég hefði komið þar,
ég hefði fleygt mér fjandans til
flötum, o’ná glæðurnar.
Öðruvísi allt fór þá,
enda J)ó að væri nótt, —
á sínu enginn liði lá,
og liðið dundi að mér fljótt.
Margir fengu fleiður þá,
flúði enginn brunann,
þar ég drengi sanna sá,
sem að gengu á funann.