Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 64
254
JÖRÐ
— og þó að Hinn Mikli í Moskvu væri varúlfur, þá gœti liann
ekki lýst neinu yfir í nafni Ráðstjórnarríkjanna, sem ekki væri
skylt að hlýða, því að framar ber að hlýða Honum en sinni eig-
in skynsemi og samvizku. .
Hinn æðsti af foringjum íslenzkra kommúnista, kardínáli
páfans í Moskvu á íslandi, flutti nýlega ræðu, þar sem hann
hrósaði happi yfir réttarmorðinu á Petkov, hinum búlgarska
bændaforingja og hinum harðvítugasta andstæðing Nazismans
þar í landi, og ataði um leið auri og sauri norska skáldið og
frelsishetjuna Arnulf Överland, sem norskir kommúnistar
töluðu og rituðu um sem helgan mann eftir styrjöldina, vegna
baráttu hans gegn Nazistunum þýzku, — en létu heldur en
ekki kveða við annan tón, þá er hann tók að víta hið sama
hjá Rússum og verið hafði honum mest andstyggð í fari Þjóð-
verja.
íslenzkir rithöf undar, sem aðhyllast Kommúnismann, stofnuðu
í sumar, heima hjá formanni Rithöfunclafélags íslands, deild í
kommúnistísku rithöfundasambandi.sem á að berjast fyrir friði
og einingu meðal þjóðanna. Samband þetta var stofnað í Hels-
ingfors á s. 1. sumri, er þar sátu rússneskir rithöfundar á rökstól-
um með kommúnistískum ritliöfundum frá Norðurlöndum,
og var þetta auðvitað gert samkvæmt fyrirskipunum frá æðstu
stöðvum. Hugsið ykkur! Það á að berjast fyrir friði og einingu
í heiminum, þetta .kommúnistíska rithöfundasamband, og í
því stofna íslenzkir kommúnistarithöfundar deild á sama tíma
og Ráðstjórnin er einmitt að svipta eina þjóðina af annarri
frelsi, sporna af alefli gegn því, að Hinar sameinuðu þjóðir
geti orðið alþjóðlegur verndari friðar og einingar, láta banna
bækur í Finnlandi og herða á fjötrum þeim, er hún hefur lagt
á rithöfunda og listamenn í sjálfu Rússlandi.... Halldór Kilj-
an Laxness segir svo á bls. 6 í Kaþólsk viðhorf:
„Ef einliver segir oss innfæddum Reykvíkingum, að Reykja-
vík sé heimkynni samvizkulausra manndýra, eða þvílíkt, þá
skellum við að því skolleyrunum. En ef við heyrðum Revkja-
vík hallmælt utanlands, á sama hátt, í eyru erlendra manna,
væri öðru máli að gegna. Vér mundum taka málstað Reykja-
víkur... . “