Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 54
244
JÖRD
og vegsama sem undur veraldar hvern þann fjötur, sem ein-
ræðisstjórninni rússnesku dettur í hug að leggja á þegna sína.
En eins og nú er orðið auðsætt af áróðri Rússa, hins kommún-
istíska sambands og hvers og eins Kommúnistaflokks — og af
verkföllum, verkfallstilraunum og margs konar æsingastarf-
semi, en ljósast hefur orðið af leyniskjölunum, sem fundizt
hafa á hernámssvæði Breta í Þýzkalandi —, er liinu kommún-
istiska sambandi fyrst og fremst stefnt gegn viðreisn atvinnu-
og viðskiptalifsins þar i Evrópu, sem Rússar hafa nú ekki
undirtökin. Þeir, sem létu nokkrar milljónir sveitafólks í þeirra
eigin landi deyja úr hungri til þess að þær væru ekki þrösk-
uldur í götu hins kommúnistíska skipulags í landbúnaðarmál-
um, láta sér ekki fyrir brjósti brenna að ofurselja milljónir
erlendra manna hungurdauða og tugmilljónir ævilangri ör-
orku, þá er þeir telja heimsveldisfyrirætlunum sínum það
henta. En eitthvert hið ógeðslegasta dæmi um ófyrirleitni
þeirra um val meðala og hve fjarri er lagi, að þeim sé á nokk-
urn hátt vant um hugsjón lýðræðis og lýðfrelsis, er fregnin
um það, að þeir hafa allt frá því að hersveitir Þjóðverja urðu
að gefast upp hjá Stalingrad, þjálfað sem rússneskt lið þessar
sveitir, ásamt fjölda annarra þýzkra stríðsfanga, og hafa þeir
þegar sent hálfa milljón slíkra hermanna til hernámssvæðis
síns í Þýzkalandi. Nú eiga þessir morðingjar rússneskra þegna,
blóðhundarnir, sem ferlegast léku rússneska alþýðu — drápu,
nauðguðu, misþyrmdu og brenndu —, og rússneskir ritliöf-
undar hafa lýst svo sem engin ærleg taug sé til í þessum lýð —,
nú eiga þeir að bera fram til sigurs hugsjón Sósíalismans — nú
eiga þeir að verða framherjar stofnenda hins tilkomanda sælu-
ríkis — og er svo sem að fullu treystl
Þá hefur það og sýnt sig eftir styrjöldina, að Rússar hafa
mjög hert á fjötrunum heima fyrir samfara því, sem þeir hafa
stórum aukið sérréttindi gæðinga sinna og farið langt fram úr
lýðræðisþjóðunum að ýmis konar tildri. Verkamenn eru fluttir
hvert á Iand sem stjórninni sýnist og gerður æ meiri munur á
kaupgreiðslum eftir vinnuafköstum, svo að vinnan er nú við
ýmis störf orðin hreinn og beinn þrældómur. Laun herforingja,
verkfræðinga, stjórnarfulltrúa og lögreglu stóraukast, og skraut-