Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 152
342
JÖRÐ
án nokkurs tilefnis að því, er snertir rómversk-kaþólska afstöðu
til mannlífs og kristinnar kenningar.
Nú skulum við segja, að H. K. L. sé vorkunn, er liann við
það að springa á Kaþólskunni þeytist til þess, sem lionurn þá
í bili sýnist geta tekið við því hlutverki, er hann hafði ætlað
henni: Að létta af honum ábyrgðinni á lífinu með því að taka
alla ábyrgð á sig (enda sé hann á móti skuldbundinn til skil-
yrðislausrar trúar og hlýðni') — Kommúnismans — og sam-
einar þá uppreisn síns eigin eðlis gegn ónáttúru Kaþólskunnar
sjálfsögðum allsherjarfjandskap Kommúnismans við Kristin-
dóm yfirleitt. Og við skulum segja, að H. K. L. sé vorkunn, þó
að hann — þvert ofaní andmæli hljóðustu og innstu raddarinn-
ar, Omsins (sbr. Olafssögu Ljósvíkings), — hafi umhríð teygt
sig lengra og lengra til samkomulags við ónáttúru Kommún-
ismans, er liann með vaxandi reynslu, tímarýmindum og
þroska, tók að óra fyrir ósamrímanleik hans við höfuðsann-
indi hans upprunalegu og eiginlegu líftrúar og lífástar, — sem
jafnframt eru meðal höfuðsanninda Fagnaðarerindis Nýja
Testamentisins. Hitt hlýtur alltfyrirþað að reynast banvænt
fyrir hið bezta í fari H. K. L. og verkum þeim, sem hann á
eftir að skapa, að una öllu lengur þeirn tvískinnung, sent
nokkuð lengi lrefur verið eitthvert helzta einkenni á skoðana-
kerli hans og almennri afstöðu til lífsins í kringunr hann —
eins og þetta kemur fram í verkurn hans.
„Hinn heiðni dómur“, sem H. K. L. telur sig nú trúa á, er,
sé heilinda gætt, ósamrímanlegur Kommúnismanum — þessu
snuðrandi, óseðjanlega þefdýri (svoað aðeins sé brugðið fyrir
sig oflisíellu Ráðstjórnarmáli), þessari samanhrúgun fyrir-
litningarinnar á mannlegu hjarta, mannlegum tilfinningum,
mannlegri samvizku, mannlegtim virðuleik, hverskyns mann-
úð —, en náskyldur fagnaðarerindi Guðsspjallanna. Ég segi:
sé heilinda gcett — m. ö. o.: þá verður H. K. L. að hreinsa úr
,,kerfi“ sínu leyfar frá kommúnista-trú sinni, er liann virðist
hanga í til að telja sjálfum sér trú um, að hann sé þráttfyrir-
allt góður og gildur „kommi", og sýna, að liann geti slegið um
sig með hreystiyrðum í þeirra stíl á við hvern annan (eða vel