Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 44
234
JÖRÐ
trúa því, að einræðisstjórn Rússa sé að leiða mannkynið til
heilla og hamingju, og líta þannig á, að engar píslir, engin sið-
ferðileg niðurlæging, engar blóðsúthellingar séu of stórar fórn-
ir á altari hins tilkomanda sœlurikis, eru tiltölulega fáir, og þeir
mundu verða lítils megnugir, ef jdrntjaldið væri dregið frá
sjónarsviðinu í Rússlandi. Tökum t. d., að við íslendingar gæt-
um sent til Rússlands skýra rnenn úr öllum stéttum — og þeir
fengju að ferðast þar um með trúum túlkum og leiðsögumönn-
um, sjá og kynna sér, hvað sem þá lysti, og tala við hvern sem
þeim sýndist. Ég efast ekki um, að þannig gætum við fengið þess
háttar mynd af lífskjörum og þjóðfélagsháttum í Ráðstjórnar-
ríkjunum, að liver sá náttúrukommúnisti, sem síðan vildi halda
áfram að segja goðsögur um „rauðu liættuna", um dýrðina und-
ir ráðstjórn — og yfirleitt gylla eða helga.gerzka œvintýrið úr
Austurvegi, yrði hafður að háði og spotti — eða kállaður fífl og
sæta fyrirlitningu og þögn, máski meðaumkun.
Með bók sinni Jóginn og fulltrúinn kveðst' Koestler vilja
sanna það eða afsanna, hvort ráðstjórnarkerfið sé sósíalistískt —
ef ekki nú þegar í raun, þá að markmiði. Og hann sýnir það
glögglega, eftir einmitt þeim opinberu heimildum, sem ég hef
áður á drepið, að Rússland stendur langt að baki fjölmörgum
vestrænum lýðræðisríkjum um framkvæmd sósíalistískra hug-
sjóna — og hefur færzt fjær og fjær þeim í ýmsum atriðum eftir
því sem lengra hefur liðið. Lífskjör almennings voru þar fyrir
styrjöldina lakari en víða í Mið-, Norður- og Vestur-Evrópu og
í Norður-Ameríku. Skoðanafrelsi er ekki til í Rússlandi — og
hinn almenni kosningaréttur einkis virði nema sem hátíðleg at-
höfn til dýrðar einvaldinum og þjónum iians. Menn hafa ekki
aðeins vinnuskyldu, heldur má skipa þeim til starfa hvert á
land sem er og við hvaða skilyrði, sem stjórninni sýnist, og eins
lengi verða þeir að vera á þessum eða hinum staðnum og stjórn-
arvöldunum þóknast. Stakkanófvinnan er drepandiþrældómur,
og kaupgreiðslur óheyrilega misjafnar við sömu vinnu — auk
þess sem kaupmunurinn, sem miðast við starfsgreinir, er stór-
kostlegur. í hinu rússneska ráðstjórnarskipulagi hafa skapazt
yfirstéttir, sem hafa geysileg sérréttindi, og mikið er gert til þess
að upphefja með skrautlegum búningum og stásslegum orðunr